Sport

Farið yfir íþróttaárið 2020 í Sportinu í ár á Stöð 2 Sport

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íþróttaárið 2020 verður til umfjöllunar í Sportinu í ár á Stöð 2 Sport í dag.
Íþróttaárið 2020 verður til umfjöllunar í Sportinu í ár á Stöð 2 Sport í dag.

Farið verður yfir íþróttaárið 2020 í þættinum Sportið í ár á Stöð 2 Sport í dag.

Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson stýra þættinum og fjórir álitsgjafar verða þeim til halds og trausts: Jóhann Gunnar Einarsson, Helena Ólafsdóttir, Teitur Örlygsson og Hjörvar Hafliðason.

Auk þeirra fjögurra verður fjöldi annarra álitsgjafa spurður krefjandi spurninga í Sportinu í ár. Þau eru þau Steinunn Björnsdóttir, Valdís Þóra Jónsdóttir, Arnar Gunnlaugsson, Kári Kristján Kristjánsson, Benedikt Bóas Hinriksson, Pálína María Gunnlaugsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir.

Þá verður viðtal við körfuboltamanninn Martin Hermannsson í Sportinu í ár.

Í Sportinu í ár verður farið ítarlega yfir framvindu mála í íþróttum innanlands og utan. Pepsi Max-, Olís- og Domino's-deildirnar verða gerðar upp, afrek íslensku landsliðanna grandskoðuð og frammistaða íslenskra atvinnumanna erlendis metin. 

Þá verða NBA, NFL, Meistaradeild Evrópu og allar stærstu fótboltadeildir Evrópu gerðar upp.

Sportið í ár hefst klukkan 16:00 á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×