Lífið

Mjög misjafnar eignir fást fyrir 128 milljónir víðsvegar um heiminn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikill munur á fasteignaverði í heiminum. 
Mikill munur á fasteignaverði í heiminum. 

Fasteignaverð er mjög misjafnt í borgum heimsins. Til að mynda er fasteignaverð á Manhattan, Tókýó og Dúbaí mjög hátt en töluvert lægra í öðrum borgum.

YouTube-síðan The Richest hefur nú tekið saman hvernig húsakost er hægt að fjárfesta í með einni milljón dollara eða því sem samsvarar 128 milljónum íslenskra króna.

Þar er farið yfir fasteignir sem hægt er að fjárfesta í í Evrópu, Asíu, Ástralíu, Ameríku og víðar. Munurinn er í raun sláandi en sums staðar er aðeins hægt að kaupa litla íbúð fyrir fjárhæðina en á öðrum stöðum risavillur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×