Systurnar búa á bænum Arnkötlustöðum í Holtum í Rangárþingi ytra. Þær heita Hulda Guðbjörg , sem er 12 ára og Guðný Salvör (alltaf kölluð Gísella), sem er 17 ára. Þær eru mjög samrýmdar og tónlistin er þeirra aðal áhugamál.
Hulda spilar á fiðlum og Gísella á píanó. Þær tóku upp tvö lög á hverjum sunnudegi á aðventunni og settu á samfélagsmiðla og fengu mjög góð viðbrögð frá fólki alls staðar að.
„Það er mjög gaman þegar það tekst að gleðja fólk. Við klæddum okkur í búninga, vorum með jólasveinahúfur og reyndum að gera allt sem okkur datt í hug til að vera skemmtilegar,“ segja systurnar.
Systurnar náði að virkja foreldra sína með í uppátækinu en þau söngu saman Fögur er foldin.

„Já, við plötuðum þau í þetta. Þau voru ekkert rosalega sátt við það í byrjun en það endaði vel. Það er skemmtileg staðreynd að við erum öll mikið í tónlist, ef tónlist væri ekki til þá værum við ekki til. Ástæðan er sú að mamma og pabbi kynntust í óperukór. Þegar við vorum litlar þá var ekki spurning hvort við vildum læra á hljóðfæri, heldur bara, hvaða hljóðfæri viljið þið læra á,“ segir systurnar skellihlæjandi.
Hér má sjá eina af aðventukveðjunni frá systrunum á Arnkötlustöðum.