Formenn þingflokka funda með Steingrími Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. desember 2020 14:25 Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þingflokksformenn munu funda með forseta Alþingis í dag um kröfu stjórnarandstöðunnar um að þing verði kallað saman til að ræða sóttvarnarbrot Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, óskaði í gær eftir því að þing verði kallað saman á morgun fyrir sérstaka umræðu um þá hættu sem flokkurinn telur geta skapast vegna hópamyndana um áramótin. Ástæða sé til þess að óttast að „skeytingarleysi fjármálaráðherra um sóttvarnareglur“ muni draga dilk á eftir sér, „Nú hafa þrjátíu stjórnarandstöðuþingmenn tekið undir þá ósk að þingið komi saman á morgun en ég bíð enn þá eftir svörum frá þingflokksformönnum Vinstri Grænna og Framsóknar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks telur ólíklegt að þau taki undir þessa ósk,“ segir Oddný. Þar sem þrjátíu þingmenn stjórnarandstöðu taka undir kröfuna þyrftu aðeins tveir þingmenn stjórnarflokka að gera það einnig til að meirihluti náist og að þing verði kallað saman. Miðflokkurinn hefur áður farið fram á að þing komi saman á milli jóla og nýárs vegna umræðu um bóluefni. Fundað verður um þessar kröfur í dag. „Við fáum fund með forseta, það er þingflokksformennirnir, klukkan korter yfir þrjú í dag. Þá förum við yfir þetta allt saman,“ segir Oddný. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, ætlar að funda með formönnum þingflokka á eftir.vísir/Vilhelm Í tilkynningu sem eigendur Ásmundarsalar sendu frá sér í morgun segir að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma sölusýningar hafi ekki verið brotnar. Ekki hafi verið um einkasamkvæmi að ræða og að leyfi hafi verið fyrir samtals fimmtíu manns í húsinu á Þorláksmessukvöld. Telja eigendur að fjöldi gesta hafi verið undir því viðmiði. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og að því leyti hafi misfarist að tryggja sóttvarnir. Í orðsendingu lögreglunnar um atvikið kom einmitt fram að enginn hefði borið grímu og að fjarlægðarmörk hafi nánast hvergi verið virt. „Alþingi er umræðuvettvangur alþingismanna og þess vegna er mikilvægt að boðað verði til fundar til að ræða þessi mál. Við erum ekki að setja sóttvarnarreglur að gamni okkar og það er alvarlegt mál þegar ráðherra í ríkisstjórn stenst ekki freistingar,“ segir Oddný. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, óskaði í gær eftir því að þing verði kallað saman á morgun fyrir sérstaka umræðu um þá hættu sem flokkurinn telur geta skapast vegna hópamyndana um áramótin. Ástæða sé til þess að óttast að „skeytingarleysi fjármálaráðherra um sóttvarnareglur“ muni draga dilk á eftir sér, „Nú hafa þrjátíu stjórnarandstöðuþingmenn tekið undir þá ósk að þingið komi saman á morgun en ég bíð enn þá eftir svörum frá þingflokksformönnum Vinstri Grænna og Framsóknar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks telur ólíklegt að þau taki undir þessa ósk,“ segir Oddný. Þar sem þrjátíu þingmenn stjórnarandstöðu taka undir kröfuna þyrftu aðeins tveir þingmenn stjórnarflokka að gera það einnig til að meirihluti náist og að þing verði kallað saman. Miðflokkurinn hefur áður farið fram á að þing komi saman á milli jóla og nýárs vegna umræðu um bóluefni. Fundað verður um þessar kröfur í dag. „Við fáum fund með forseta, það er þingflokksformennirnir, klukkan korter yfir þrjú í dag. Þá förum við yfir þetta allt saman,“ segir Oddný. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, ætlar að funda með formönnum þingflokka á eftir.vísir/Vilhelm Í tilkynningu sem eigendur Ásmundarsalar sendu frá sér í morgun segir að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma sölusýningar hafi ekki verið brotnar. Ekki hafi verið um einkasamkvæmi að ræða og að leyfi hafi verið fyrir samtals fimmtíu manns í húsinu á Þorláksmessukvöld. Telja eigendur að fjöldi gesta hafi verið undir því viðmiði. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og að því leyti hafi misfarist að tryggja sóttvarnir. Í orðsendingu lögreglunnar um atvikið kom einmitt fram að enginn hefði borið grímu og að fjarlægðarmörk hafi nánast hvergi verið virt. „Alþingi er umræðuvettvangur alþingismanna og þess vegna er mikilvægt að boðað verði til fundar til að ræða þessi mál. Við erum ekki að setja sóttvarnarreglur að gamni okkar og það er alvarlegt mál þegar ráðherra í ríkisstjórn stenst ekki freistingar,“ segir Oddný.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira