Sport

Gekk berfættur í snjónum fyrir leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ben Jones  sést hér berfættur í snjónum fyrir leik Tennessee Titans í nótt.
Ben Jones  sést hér berfættur í snjónum fyrir leik Tennessee Titans í nótt. Getty/Stacy Revere

Næturleikurinn í NFL-deildinni fór fram í snjókomu í Green Bay en Benjamin Jones, senterinn í liði Tennessee Titans, vakti mikla athygli fyrir uppátæki sitt fyrir leik.

Það er ekki alltaf sem atburðir fyrir leiki eru fréttnæmir en ein af undantekningunum var fyrir leik Green Bay Packers og Tennessee Titans í sextándu viku ameríska fótboltans.

Benjamin Jones lét nefnilega ekki slæmt veður stoppa sig í því að heiðra bróður sinn fyrir leik með liði Tennessee Titans í NFL-deildinni í nótt.

Ben Jones, eins og hann er oftast kallaður, heiðrar alltaf bróður sinn með því að ganga berfættur út á völlinn fyrir hvern leik.

Veðuraðstæður fyrir leik Tennessee Titans á móti Green Bay Packers voru þó allt annað en heppilegar fyrir Jones sem var samt ákveðinni í því að halda í hefðina.

Það snjóaði mikið fyrir leikinn og völlurinn var á kaf í snjó. Það kom þó ekki í veg fyrir það að Jones fór berfættur út ú kuldann og gekk um völlinn.

Ben Jones er annars engin smásmíði en hann spilar mikilvæga stöðu í miðri sóknarlínunni og það er einmitt hann sem kastar boltanum aftur til leikstjórnandans.

Jones er 191 sentimetrar á hæð og 140 kíló. Hér fyrir neðan má sjá myndband af honum ganga um í snjónum rétt fyrir leikinn í nótt.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×