Lífið

Gerðu lag og myndband í sóttkví

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það er alltaf hægt að finna sér eitthvað að gera.
Það er alltaf hægt að finna sér eitthvað að gera.

Kórónaveiran sem veldur Covid-19 sjúkdómnum hefur margvísleg áhrif á líf og störf fjölmargra. Hljómsveitin Gunnar the Fifth, með Gunnar Valdimarsson í farabroddi, lifir og starfar í Osló og drengirnir ákváðu að nýta sér sóttkvína í sköpun. Sveitin tók því upp á því að semja lagið Hide from the World og gera myndband í sjálfskipaðri sóttkví.

„Lagið er samið í sjálfskipaðri sóttkví. Norska ríkisstjórnin lokaði öllum húðflúrstofum, hárgreiðslustofum, nuddstofum og öllu sem einhver snerting fer fram til 26. mars og við fórum því bara í stúdíóið og gerðum lag,“ segir Gunnar Valdimarsson og bætir við að þeir hafi því einnig ákveðið að gera tónlistarmyndband.

„Útkoman er ansi skemmtileg og vinur okkar Almar á þarna stórleik. Þetta er svona smá ádeila og líka bara aðallega gert til gamans. Ég hef ákveðið að mála málverk meðan ég get ekki flúrað. Almar vinnur á lager og fékk bíl frá vinnunni svo hann þyrfti ekki að fara í lest. Ólafur (meðlimur bandsins) vinnur í kvikmyndageiranum og þar eru engin verkefni í bili. Allt í stoppi. Því lítið annað að gera en búa til tónlist.“

Gunnar var gestur í Einkalífinu á dögunum og sagði hann sína sögu en lífshlaup Gunnars hefur sannarlega verið harmrænt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.