Nýliðarnir ráða þjálfarann sem yfirmann knattspyrnumála Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. desember 2020 18:01 Sigurður Ragnar (t.h.) er nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá Keflavík. Hér er hann ásamt Eysteini Húna, samþjálfara sínum hjá Keflavík. Vísir/Vilhelm Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Keflavík, nýliðum Pepsi Max deildarinnar sumarið 2021. Sigurður Ragnar mun sinna starfinu samhliða þjálfun meistaraflokks karla hjá Keflavík en hann er annar af aðalþjálfurum liðsins ásamt Eysteini Húna Haukssyni. Sigurður Ragnar og Eysteinn Húni stýrðu Keflavík upp um deild síðasta sumar en liðið vann Lengjudeild karla. Liðið spilaði frábærlega nær allt sumarið og skoruðu 57 mörk í aðeins 19 leikjum. „Starf yfirmanns knattspyrnumála er viðbót við umgjörð Keflavíkur sem miðar að því að byggja upp sterkari leikmenn og öflugri einstaklinga,“ segir í tilkynningu frá Keflavík. Mun þetta tengja alla flokka félagsins betur og mun Sigurður Ragnar starfa náið með framkvæmdastjóra Keflavíkur, þjálfarateymi yngri flokka sem og barna- og unglingaráði auk kvennaráðs og stjórnar. „Keflavík er eitt af stóru félögunum í knattspyrnu á Íslandi og ég er mjög spenntur fyrir því að taka við þessu starfi og aðstoða Keflavík við að ná sínum markmiðum. Umgjörðin í kringum félagið er mjög góð og ég mun vinna í að finna leiðir til að gera gott starf enn betra, fá fólk í lið með mér til að efla faglegt starf félagsins og vinna að því að þjálfun og þróun leikmanna verði enn betri. Ég er sannfærður um að við getum tekið félagið á næsta stig,“ sagði Sigurður Ragnar við undirskriftina. Sigurður Ragnar þjálfaði íslenska kvennalandsliðið frá 2007 til 2013, kom hann liðinu tvisvar á EM á þeim tíma. Þá hefur hann þjálfað aðallið karlaliðs ÍBV, verið aðstoðarþjálfari Lilleström í norsku úrvalsdeildinni sem og þjálfað A-landslið Kína ásamt kvennalið Jiangsu Suning í Kína. Gerði hann síðastnefnda liðið að bikarmeisturum ásamt því að vinna bronsverðlaun í Asíukeppninni með Kína og koma liðinu á HM. Keflavík ræður Sigga Ragga sem yfirmann knattspyrnumála Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur ráðið Sigurð Ragnar...Posted by Knattspyrnudeild Keflavíkur on Tuesday, December 15, 2020 Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira
Sigurður Ragnar mun sinna starfinu samhliða þjálfun meistaraflokks karla hjá Keflavík en hann er annar af aðalþjálfurum liðsins ásamt Eysteini Húna Haukssyni. Sigurður Ragnar og Eysteinn Húni stýrðu Keflavík upp um deild síðasta sumar en liðið vann Lengjudeild karla. Liðið spilaði frábærlega nær allt sumarið og skoruðu 57 mörk í aðeins 19 leikjum. „Starf yfirmanns knattspyrnumála er viðbót við umgjörð Keflavíkur sem miðar að því að byggja upp sterkari leikmenn og öflugri einstaklinga,“ segir í tilkynningu frá Keflavík. Mun þetta tengja alla flokka félagsins betur og mun Sigurður Ragnar starfa náið með framkvæmdastjóra Keflavíkur, þjálfarateymi yngri flokka sem og barna- og unglingaráði auk kvennaráðs og stjórnar. „Keflavík er eitt af stóru félögunum í knattspyrnu á Íslandi og ég er mjög spenntur fyrir því að taka við þessu starfi og aðstoða Keflavík við að ná sínum markmiðum. Umgjörðin í kringum félagið er mjög góð og ég mun vinna í að finna leiðir til að gera gott starf enn betra, fá fólk í lið með mér til að efla faglegt starf félagsins og vinna að því að þjálfun og þróun leikmanna verði enn betri. Ég er sannfærður um að við getum tekið félagið á næsta stig,“ sagði Sigurður Ragnar við undirskriftina. Sigurður Ragnar þjálfaði íslenska kvennalandsliðið frá 2007 til 2013, kom hann liðinu tvisvar á EM á þeim tíma. Þá hefur hann þjálfað aðallið karlaliðs ÍBV, verið aðstoðarþjálfari Lilleström í norsku úrvalsdeildinni sem og þjálfað A-landslið Kína ásamt kvennalið Jiangsu Suning í Kína. Gerði hann síðastnefnda liðið að bikarmeisturum ásamt því að vinna bronsverðlaun í Asíukeppninni með Kína og koma liðinu á HM. Keflavík ræður Sigga Ragga sem yfirmann knattspyrnumála Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur ráðið Sigurð Ragnar...Posted by Knattspyrnudeild Keflavíkur on Tuesday, December 15, 2020
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira