Nýliðarnir ráða þjálfarann sem yfirmann knattspyrnumála Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. desember 2020 18:01 Sigurður Ragnar (t.h.) er nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá Keflavík. Hér er hann ásamt Eysteini Húna, samþjálfara sínum hjá Keflavík. Vísir/Vilhelm Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Keflavík, nýliðum Pepsi Max deildarinnar sumarið 2021. Sigurður Ragnar mun sinna starfinu samhliða þjálfun meistaraflokks karla hjá Keflavík en hann er annar af aðalþjálfurum liðsins ásamt Eysteini Húna Haukssyni. Sigurður Ragnar og Eysteinn Húni stýrðu Keflavík upp um deild síðasta sumar en liðið vann Lengjudeild karla. Liðið spilaði frábærlega nær allt sumarið og skoruðu 57 mörk í aðeins 19 leikjum. „Starf yfirmanns knattspyrnumála er viðbót við umgjörð Keflavíkur sem miðar að því að byggja upp sterkari leikmenn og öflugri einstaklinga,“ segir í tilkynningu frá Keflavík. Mun þetta tengja alla flokka félagsins betur og mun Sigurður Ragnar starfa náið með framkvæmdastjóra Keflavíkur, þjálfarateymi yngri flokka sem og barna- og unglingaráði auk kvennaráðs og stjórnar. „Keflavík er eitt af stóru félögunum í knattspyrnu á Íslandi og ég er mjög spenntur fyrir því að taka við þessu starfi og aðstoða Keflavík við að ná sínum markmiðum. Umgjörðin í kringum félagið er mjög góð og ég mun vinna í að finna leiðir til að gera gott starf enn betra, fá fólk í lið með mér til að efla faglegt starf félagsins og vinna að því að þjálfun og þróun leikmanna verði enn betri. Ég er sannfærður um að við getum tekið félagið á næsta stig,“ sagði Sigurður Ragnar við undirskriftina. Sigurður Ragnar þjálfaði íslenska kvennalandsliðið frá 2007 til 2013, kom hann liðinu tvisvar á EM á þeim tíma. Þá hefur hann þjálfað aðallið karlaliðs ÍBV, verið aðstoðarþjálfari Lilleström í norsku úrvalsdeildinni sem og þjálfað A-landslið Kína ásamt kvennalið Jiangsu Suning í Kína. Gerði hann síðastnefnda liðið að bikarmeisturum ásamt því að vinna bronsverðlaun í Asíukeppninni með Kína og koma liðinu á HM. Keflavík ræður Sigga Ragga sem yfirmann knattspyrnumála Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur ráðið Sigurð Ragnar...Posted by Knattspyrnudeild Keflavíkur on Tuesday, December 15, 2020 Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira
Sigurður Ragnar mun sinna starfinu samhliða þjálfun meistaraflokks karla hjá Keflavík en hann er annar af aðalþjálfurum liðsins ásamt Eysteini Húna Haukssyni. Sigurður Ragnar og Eysteinn Húni stýrðu Keflavík upp um deild síðasta sumar en liðið vann Lengjudeild karla. Liðið spilaði frábærlega nær allt sumarið og skoruðu 57 mörk í aðeins 19 leikjum. „Starf yfirmanns knattspyrnumála er viðbót við umgjörð Keflavíkur sem miðar að því að byggja upp sterkari leikmenn og öflugri einstaklinga,“ segir í tilkynningu frá Keflavík. Mun þetta tengja alla flokka félagsins betur og mun Sigurður Ragnar starfa náið með framkvæmdastjóra Keflavíkur, þjálfarateymi yngri flokka sem og barna- og unglingaráði auk kvennaráðs og stjórnar. „Keflavík er eitt af stóru félögunum í knattspyrnu á Íslandi og ég er mjög spenntur fyrir því að taka við þessu starfi og aðstoða Keflavík við að ná sínum markmiðum. Umgjörðin í kringum félagið er mjög góð og ég mun vinna í að finna leiðir til að gera gott starf enn betra, fá fólk í lið með mér til að efla faglegt starf félagsins og vinna að því að þjálfun og þróun leikmanna verði enn betri. Ég er sannfærður um að við getum tekið félagið á næsta stig,“ sagði Sigurður Ragnar við undirskriftina. Sigurður Ragnar þjálfaði íslenska kvennalandsliðið frá 2007 til 2013, kom hann liðinu tvisvar á EM á þeim tíma. Þá hefur hann þjálfað aðallið karlaliðs ÍBV, verið aðstoðarþjálfari Lilleström í norsku úrvalsdeildinni sem og þjálfað A-landslið Kína ásamt kvennalið Jiangsu Suning í Kína. Gerði hann síðastnefnda liðið að bikarmeisturum ásamt því að vinna bronsverðlaun í Asíukeppninni með Kína og koma liðinu á HM. Keflavík ræður Sigga Ragga sem yfirmann knattspyrnumála Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur ráðið Sigurð Ragnar...Posted by Knattspyrnudeild Keflavíkur on Tuesday, December 15, 2020
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira