Michael Douglas leikur Reagan í nýjum þáttum um „sögulegan leiðtogafund“ í Reykjavík 1986 Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2020 11:15 Ronald Reagan and Mikhail Gorbatjov áttu fund í Reykjavík 1986 líkt og frægt er. Stórleikararnir Michael Douglas og Christoph Waltz munu fara með hlutverk Ronalds Reagan og Mikhail Gorbatsjov nýrri þáttarröð í leikstjórn James Foley sem fjalla mun um þessa fyrrum leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Fyrst og fremst munu þættirnir fjalla um leiðtogafundinn í Höfða 1986. Douglas mun fara með hlutverk Ronalds Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og Waltz mun leika Mikhail Gorbatsjov, að því er miðillinn Deadline greinir frá. Ekki fylgir sögunni hvort tökur muni fara fram í Reykjavík en það verður forvitnilegt að sjá. Þáttaröðin mun byggja á bókinni Reagan í Reykjavík: 48 klukkustundir sem bundu enda á kalda stríðið, eftir Ken Adelman en Adelman gegndi embætti forstöðumanns vopnaeftirlitsins í Reagan-stjórninni. Adelman flutti fyrirlestur um bókina fyrir nokkrum árum þar sem Vigdís Finnbogadóttir kom meðal annars við sögu. Samkvæmt frétt Deadline hefst vinnsla þáttanna mjög fljótlega. Sjálfir munu Michael Douglas, Christoph Waltz og James Foley, auk Youtchi von Lintel fara með framleiðslu þáttanna. Þáttaröðin er sögð munu fela í sér „dramatíska frásögn af hinum sögulega leiðtogafundi“ Reagan og Gorbatsjov á Íslandi, fund sem fram fór fram yfir „helgi sem markaði vatnaskil í kalda stríðinu,“ líkt og það er orðað í frétt Deadline, þar sem sagan er sögð frá sjónarhóli yfirmanns afvopnunar- og vopnaeftirlitsmála. Stórleikararnir Michael Douglas og Christoph Waltz munu fara með hlutverk Ronalds Reagan og Mikhail Gorbatsjov.Getty „Skipulagður sem stuttur og fremur veigalítill fundur, hugsaður til að skipuleggja framtíðarviðræður, snérist fljótlega upp í umræður um meiriháttar alþjóða- og utanríkismál, meðal annars um stjörnustríðsáætlunina svokölluðu (e. Strategic Defense Initiative) og um möguleikann á gjöreyðingu kjarnorkuvopna,“ segir um leiðtogafundinn í frétt Deadline. „Samningaviðræðurnar lögðu grunninn að merkustu afvopnunarsamningum í sögunni ári síðar. Þetta var helgi sem breytti heiminum og þættirnir bjóða upp á heiðarlega nærmynd af Reagan á einum af sínum bestu augnablikum þar sem hann stóð frami fyrir áskorunum,“ segir ennfremur í fréttinni. Bíó og sjónvarp Reykjavík Bandaríkin Utanríkismál Kalda stríðið Leiðtogafundurinn í Höfða Ronald Reagan Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Omam gerir góðverk Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Skilar ánægðara starfsfólki Menning Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Douglas mun fara með hlutverk Ronalds Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og Waltz mun leika Mikhail Gorbatsjov, að því er miðillinn Deadline greinir frá. Ekki fylgir sögunni hvort tökur muni fara fram í Reykjavík en það verður forvitnilegt að sjá. Þáttaröðin mun byggja á bókinni Reagan í Reykjavík: 48 klukkustundir sem bundu enda á kalda stríðið, eftir Ken Adelman en Adelman gegndi embætti forstöðumanns vopnaeftirlitsins í Reagan-stjórninni. Adelman flutti fyrirlestur um bókina fyrir nokkrum árum þar sem Vigdís Finnbogadóttir kom meðal annars við sögu. Samkvæmt frétt Deadline hefst vinnsla þáttanna mjög fljótlega. Sjálfir munu Michael Douglas, Christoph Waltz og James Foley, auk Youtchi von Lintel fara með framleiðslu þáttanna. Þáttaröðin er sögð munu fela í sér „dramatíska frásögn af hinum sögulega leiðtogafundi“ Reagan og Gorbatsjov á Íslandi, fund sem fram fór fram yfir „helgi sem markaði vatnaskil í kalda stríðinu,“ líkt og það er orðað í frétt Deadline, þar sem sagan er sögð frá sjónarhóli yfirmanns afvopnunar- og vopnaeftirlitsmála. Stórleikararnir Michael Douglas og Christoph Waltz munu fara með hlutverk Ronalds Reagan og Mikhail Gorbatsjov.Getty „Skipulagður sem stuttur og fremur veigalítill fundur, hugsaður til að skipuleggja framtíðarviðræður, snérist fljótlega upp í umræður um meiriháttar alþjóða- og utanríkismál, meðal annars um stjörnustríðsáætlunina svokölluðu (e. Strategic Defense Initiative) og um möguleikann á gjöreyðingu kjarnorkuvopna,“ segir um leiðtogafundinn í frétt Deadline. „Samningaviðræðurnar lögðu grunninn að merkustu afvopnunarsamningum í sögunni ári síðar. Þetta var helgi sem breytti heiminum og þættirnir bjóða upp á heiðarlega nærmynd af Reagan á einum af sínum bestu augnablikum þar sem hann stóð frami fyrir áskorunum,“ segir ennfremur í fréttinni.
Bíó og sjónvarp Reykjavík Bandaríkin Utanríkismál Kalda stríðið Leiðtogafundurinn í Höfða Ronald Reagan Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Omam gerir góðverk Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Skilar ánægðara starfsfólki Menning Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“