Lífið

Leikarinn Tommy Lister dáinn eftir að hafa sýnt einkenni Covid-19

Samúel Karl Ólason skrifar
Tommy „Tiny“ Lister var 62 ára gamall en hann fannst látinn á heimili sínu í Kaliforníu í gær.
Tommy „Tiny“ Lister var 62 ára gamall en hann fannst látinn á heimili sínu í Kaliforníu í gær. AP/Willy Sanjuan

Leikarinn Tommy Lister er látinn. Hann var 62 ára gamall. Lister hóf feril sinn í bandarískri fjölbragðaglímu og færði sig svo yfir í kvikmyndir og sjónvarp. Hann var hvað þekktastur fyrir leik sinn í Friday-myndunum, Fifth Element, Dark Knight og fjölda annarra aukahlutverka í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum undanfarna tvo til þrjá áratugi.

Lister var oft kallaður „Tiny“ eða hinn smái, en hann var rétt tæpir tveir metrar á hæð.

Hann hafði sýnt einkenni Covid-19, samkvæmt umboðsmanni hans, en hafði þó ekki verið greindur með veiruna.

Í samtali við People sagði Cindy Cowan, umboðsmaður Lister, að hann hefði ekki farið til læknis en hefði verið mjög veikur. Hann átti að vinna að kvikmynd um síðustu helgi en hætti við vegna veikinda.

Hún sagði hann hafa verið of veikan til að fara til læknis.

Lister fannst látinn í gær. Þá hafði vinur farið heim til hans eftir að Lister hafði ekki svarað símtölum. Þar mun vinurinn að honum látnum. Samkvæmt frétt TMZ mun krufning verða framkvæmd og á hún að varpa ljósi á dánarorsök Lister.

Rapparinn og leikarinn Ice Cube, sem lék með Lister í kvikmyndunum Friday og Next Friday, vottaði Listar virðingu sína á Twitter í nótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×