Hóflega bjartsýnn og hvetur fólk til að slaka ekki á verðinum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. desember 2020 12:05 Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Rögnvaldur Ólafsson, aðstöðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að nýjustu tölur um Covid-smit hér á landi gefi tilefni til hóflegrar bjartsýni. Fjórir greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær og voru þeir allir í sóttkví. „Bæði það að það séu ekki margir sem eru að mælast og svo að allir séu í sóttkví. Á sama tíma vitum við það að það eru mun færri sem mæta í sýnatöku um helgar,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. Rögnvaldur segir þó að getan til sýnatöku um helgar sé sú sama og á virkum dögum. Fólk ætti því ekki að veigra sér við að mæta í sýnatöku um helgar, ef það telur sig þurfa þess. Hann segir það sérstaklega góðar fréttir að allir sem greindust í gær hafi verið í sóttkví. „Því hærra hlutfall sem er í sóttkví, því betra. Það er vísbending um það að við séum farin að ná betur utan um þetta og séum búin að finna þá sem eru veikir. En eins og ég segi, ég er mjög hóflega bjartsýnn,“ segir Rögnvaldur. Hvetur fólk til að halda út Hann segir þá uppi áhyggjur af því að fólk sé tekið að slaka á sóttvörnum, nú þegar jákvæðar fréttir af framgangi bóluefnis við kórónuveirunni berast. „Við erum hrædd um það að fólk sé orðið svona fullbjartsýnt, bæði þegar farið er að hilla undir bóluefni og þegar það sér lækkandi tölur og við hvetjum fólk til að slaka ekki á verðinum. Það er enn þá smit þarna úti og það væri fátt leiðinlegra en að fara að veikjast þegar farið er að hilla undir bóluefni. Ég tala nú ekki um að vera veikur í einangrun eða í sóttkví um jólin,“ segir Rögnvaldur, sem hvetur fólk til að halda ástandið út, nú þegar bóluefni virðist í sjónmáli. „Gerum þetta saman, aðeins lengur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Sjá meira
„Bæði það að það séu ekki margir sem eru að mælast og svo að allir séu í sóttkví. Á sama tíma vitum við það að það eru mun færri sem mæta í sýnatöku um helgar,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. Rögnvaldur segir þó að getan til sýnatöku um helgar sé sú sama og á virkum dögum. Fólk ætti því ekki að veigra sér við að mæta í sýnatöku um helgar, ef það telur sig þurfa þess. Hann segir það sérstaklega góðar fréttir að allir sem greindust í gær hafi verið í sóttkví. „Því hærra hlutfall sem er í sóttkví, því betra. Það er vísbending um það að við séum farin að ná betur utan um þetta og séum búin að finna þá sem eru veikir. En eins og ég segi, ég er mjög hóflega bjartsýnn,“ segir Rögnvaldur. Hvetur fólk til að halda út Hann segir þá uppi áhyggjur af því að fólk sé tekið að slaka á sóttvörnum, nú þegar jákvæðar fréttir af framgangi bóluefnis við kórónuveirunni berast. „Við erum hrædd um það að fólk sé orðið svona fullbjartsýnt, bæði þegar farið er að hilla undir bóluefni og þegar það sér lækkandi tölur og við hvetjum fólk til að slaka ekki á verðinum. Það er enn þá smit þarna úti og það væri fátt leiðinlegra en að fara að veikjast þegar farið er að hilla undir bóluefni. Ég tala nú ekki um að vera veikur í einangrun eða í sóttkví um jólin,“ segir Rögnvaldur, sem hvetur fólk til að halda ástandið út, nú þegar bóluefni virðist í sjónmáli. „Gerum þetta saman, aðeins lengur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent