Innlent

Rak skúffu vörubíls í brú

Atli Ísleifsson skrifar
Frá vettvangi í morgun.
Frá vettvangi í morgun. Halldór Sigurðsson

Umferðaróhapp varð á mótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar skömmu eftir klukkan átta í morgun þegar skúffa vörubíls rakst í brúna þegar ekið var undir hana.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að skúffan hafi brotnað af festivagni en að engin slys hafi orðið á fólki.

„Einhverjar skemmdir á brúnni og vörubifreið og þá þurfti að þrífa vettvang en glussi hafði farið um alla götuna,“ segir í tilkynningunni.

Halldór Sigurðsson tók myndbandið af vettvangi sem sjá má að neðan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.