Spilakassar verði svartur blettur á okkar sögu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. desember 2020 12:52 Alma Hafsteinsdóttir segir ótrúlegt hvað formenn félaga berjast af mikilli hörku fyrir rekstri spilakassa. Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að í fyrsta skipti frá árinu 1994 fái spilafíklar frelsi frá spilakössum vegna samkomubannsins. „Fólk er að upplifa algjört frelsi og tækifæri til að hætta,“ segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður samtakanna. Í gær var sýndur Kompás á Vísi um spilafíkn í samkomubanni. Þar segja þrír spilafíklar sögu sína og eru allir sammála um að það sé gæfa að spilasalir séu lokaðir. Alma segir mikinn mun á spilafíklum sem stunda spilakassa og þá sem stunda fjárhættuspil á netinu. Þeir sem séu háðir spilakössum hætti ef þeir loka og fari ekki á netið. Hún sjái ekkert því til fyrirstöðu að fjarlægja spilakassa, sem eru reknir af Rauða kross Íslands, Landbjörg og Háskóla Íslands. „Við höfum bent á að það sé ekki réttlætanlegt að tala um þennan hóp spilafíkla í sömu setningu og við erum að tala um fjáraflanir. Þessi starfsemi á ekkert skylt með fjáröflunum og góðgerðarstarfsemi, ekki neitt.“ Alma vísar til einna viðmælanda Kompáss sem ólst upp við spilafíkn og varð spilafíkill sjálfur. „Við erum að sjá aðra og þriðju kynslóð spilafíkla. Börn sem alast upp við þetta og þróa með sér. Upplifa fátækt og verða fyrir skertum lífsgæðum í æsku. Það er sorglegt að tala um það á sama tíma og við ræðum fjáraflanir fyrir Landsbjörg, Rauða krossinn og háskólann.“ Karítas er alin upp við spilafíkn og segir sögu sína í Kompás. Hún hefur misst allt vegna fíknarinnar, eiginmanninn, börnin og vini.vísir/vilhelm Alma segir að það komi á óvart af hversu mikilli hörku samtökin verja starfsemina og íhugi ekki einu sinni að hætta rekstrinum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði framkvæmdastjóri Rauða krossins reksturinn samræmast gildum samtakanna. „Það er 2020 og við búum í þannig samfélagi að við erum ekki tilbúin að fórna fólki fyrir peninga. Aldrei stíga þessir formenn fram og gefa þessum hópi það að fara í rannsóknarvinnu og finna aðrar leiðir til fjáröflunar. Ég er ansi hrædd um að þegar við förum að skoða þessi mál ofan í kjölinn eftir tíu til fimmtán ár verði þetta svartur blettur á okkar sögu sem samfélag.“ Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa sent þingmönnum bréf þar sem rök Happdrættis Háskóla Íslands fyrir rekstrinum eru að það sé lögbundið hlutverk þeirra. „Þetta stóð aldrei til hjá löggjafanum. Í allri umræðu leyfisveitanda kemur fram að þetta sé hugsað sem lágar upphæðir frá mörgum. Spilakassar voru ekki á þessum tíma af sömu stærðargráðu og þeir eru í dag.“ Samkvæmt könnun samtakanna frá síðasta ári eru 1.200-2.000 manns sem spila í spilakössum. Samkvæmt rannsókn Daníels Ólafssonar, prófessors, eru þrjú þúsund sem eiga í vandræðum með spilakassana en 700 sem eiga við alvarlega fíkn að stríða. Spilað var fyrir 12,5 milljarð árið 2018. „Og ef þetta dreifist á svona fámennan hóp þá er staðan í raun mun alvarlegri en við gerðum okkur grein fyrir. Enda vitum við að þeir sem eru í spilakössunum setja allt sem þeir eiga í þá og meira til.“ SÁÁ var áður hluti af Íslandsspilum en ákvað á framkvæmdastjórafundi fyrir mánuði að draga sig út úr rekstrinum þar sem hann samræmist ekki gildum félagsins. Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær að hann væri feginn að samstarfsslitin væru komin í gang. Sent hafi verið erindi til Landsbjargar og Rauða krossins við ákvörðunina en engin svör borist þaðan. Búist er við að SÁÁ dragi sig út úr rekstrinum frá og með áramótum. Kompás Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
„Fólk er að upplifa algjört frelsi og tækifæri til að hætta,“ segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður samtakanna. Í gær var sýndur Kompás á Vísi um spilafíkn í samkomubanni. Þar segja þrír spilafíklar sögu sína og eru allir sammála um að það sé gæfa að spilasalir séu lokaðir. Alma segir mikinn mun á spilafíklum sem stunda spilakassa og þá sem stunda fjárhættuspil á netinu. Þeir sem séu háðir spilakössum hætti ef þeir loka og fari ekki á netið. Hún sjái ekkert því til fyrirstöðu að fjarlægja spilakassa, sem eru reknir af Rauða kross Íslands, Landbjörg og Háskóla Íslands. „Við höfum bent á að það sé ekki réttlætanlegt að tala um þennan hóp spilafíkla í sömu setningu og við erum að tala um fjáraflanir. Þessi starfsemi á ekkert skylt með fjáröflunum og góðgerðarstarfsemi, ekki neitt.“ Alma vísar til einna viðmælanda Kompáss sem ólst upp við spilafíkn og varð spilafíkill sjálfur. „Við erum að sjá aðra og þriðju kynslóð spilafíkla. Börn sem alast upp við þetta og þróa með sér. Upplifa fátækt og verða fyrir skertum lífsgæðum í æsku. Það er sorglegt að tala um það á sama tíma og við ræðum fjáraflanir fyrir Landsbjörg, Rauða krossinn og háskólann.“ Karítas er alin upp við spilafíkn og segir sögu sína í Kompás. Hún hefur misst allt vegna fíknarinnar, eiginmanninn, börnin og vini.vísir/vilhelm Alma segir að það komi á óvart af hversu mikilli hörku samtökin verja starfsemina og íhugi ekki einu sinni að hætta rekstrinum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði framkvæmdastjóri Rauða krossins reksturinn samræmast gildum samtakanna. „Það er 2020 og við búum í þannig samfélagi að við erum ekki tilbúin að fórna fólki fyrir peninga. Aldrei stíga þessir formenn fram og gefa þessum hópi það að fara í rannsóknarvinnu og finna aðrar leiðir til fjáröflunar. Ég er ansi hrædd um að þegar við förum að skoða þessi mál ofan í kjölinn eftir tíu til fimmtán ár verði þetta svartur blettur á okkar sögu sem samfélag.“ Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa sent þingmönnum bréf þar sem rök Happdrættis Háskóla Íslands fyrir rekstrinum eru að það sé lögbundið hlutverk þeirra. „Þetta stóð aldrei til hjá löggjafanum. Í allri umræðu leyfisveitanda kemur fram að þetta sé hugsað sem lágar upphæðir frá mörgum. Spilakassar voru ekki á þessum tíma af sömu stærðargráðu og þeir eru í dag.“ Samkvæmt könnun samtakanna frá síðasta ári eru 1.200-2.000 manns sem spila í spilakössum. Samkvæmt rannsókn Daníels Ólafssonar, prófessors, eru þrjú þúsund sem eiga í vandræðum með spilakassana en 700 sem eiga við alvarlega fíkn að stríða. Spilað var fyrir 12,5 milljarð árið 2018. „Og ef þetta dreifist á svona fámennan hóp þá er staðan í raun mun alvarlegri en við gerðum okkur grein fyrir. Enda vitum við að þeir sem eru í spilakössunum setja allt sem þeir eiga í þá og meira til.“ SÁÁ var áður hluti af Íslandsspilum en ákvað á framkvæmdastjórafundi fyrir mánuði að draga sig út úr rekstrinum þar sem hann samræmist ekki gildum félagsins. Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær að hann væri feginn að samstarfsslitin væru komin í gang. Sent hafi verið erindi til Landsbjargar og Rauða krossins við ákvörðunina en engin svör borist þaðan. Búist er við að SÁÁ dragi sig út úr rekstrinum frá og með áramótum.
Kompás Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira