Innlent

Fólk hvatt til að fara spar­lega með vatn vegna kulda­kastsins

Atli Ísleifsson skrifar
Frostnálar á hitaveitustokki. Um 90 prósent af hitaveituvatni er notað til húshitunar.
Frostnálar á hitaveitustokki. Um 90 prósent af hitaveituvatni er notað til húshitunar. Veitur

Veitur hafa virkjað viðbragðsáætlun í rekstri hitaveitunnar og hvatt fólk til að fara sparlega með heita vatnið til að allir hafi nægt vatn til húshitunar. Þetta er gert í ljósi þess að eitt mesta kuldakast frá árinu 2003 virðist ætla að skella á íbúa suðvesturhornsins á næstu dögum.

Í tilkynningu kemur fram að sé tekið mið af spálíkönum, sem nýti veðurspár til að áætla notkun, sé útlit fyrir að hitaveitan á höfuðborgarsvæðinu fari að þolmörkum á föstudag og fram yfir helgi.

„Um 90% af hitaveituvatni er notað til húshitunar og því skiptir afar miklu máli að fólk sé meðvitað um hvernig nýta á það sem best.

Fólk er hvatt til að gera eftirfarandi:

  • Hafa glugga lokaða
  • Hafa útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur
  • Láta ekki renna í heita potta
  • Stilla ofna svo þeir séu heitir að ofan en kaldir að neðan
  • Varast að byrgja ofna, t.d. með síðum gluggatjöldum eða húsgögnum
  • Minnka þrýsting á snjóbræðslukerfum“

Tekið er fram að mikilvægt sé að hafa í huga að þeir köldu dagar sem við höfum upplifað undanfarið hafi verið í hæglátu veðri. Nú sé hins vegar útlit fyrir töluverðan vind sem valdi mikilli kælingu ofan á það frost sem er í kortunum,“ segir í tilkynningunni.

Nánar má lesa um málið á vef Veitna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.