Kvörtun vegna ummæla Þórhildar Sunnu vísað frá Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 17:50 Merkin sem lögreglukonan sást bera á umræddri mynd vöktu töluverða umræðu en Þórhildur Sunna fór í framhaldinu fram á að meintir kynþáttafordómar innan lögreglunnar yrðu ræddir í þingnefnd. Eggert Jóhannesson/Vilhelm Gunnarsson Forsætisnefnd Alþingis hefur vísað frá erindi um meint brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sem varðar ummæli sem hún lét falla á þinginu þann 21. október. Ummæli Þórhildar Sunnu vörðuðu viðbrögð hennar við umfjöllun um þýðingu merkja sem lögreglukona hafði borið við skyldustörf á sáust á ljósmynd sem birtist af henni við frétt mbl.is. Þórhildur Sunna óskaði jafnframt eftir fundi í allsherjar og menntamálanefnd vegna málsins til að ræða meintan rasisma innan lögreglunnar. „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna í umræddri ræðu sinni á þinginu þann 21. október. Fundur um málið fór svo fram í nefndinni þann 11. nóvember. Nafn þess er erindið sendi hefur verið afmáð í afriti af svarbréfi forsætisnefndar við erindinu sem birt er á vef Alþingis og er undirritað af Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis. Ummæli Þórhildar Sunnu sættu töluverðri gagnrýni, einkum af hálfu talsmanna lögreglustéttarinnar. Meðal þeirra sem fordæmdu ummælin var Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur. Í samtali við mbl.is 22. október sagði Arinbjörn til að mynda að honum þætti tilefni til að forsætisnefnd tæki málið upp við siðanefnd Alþingis en heimildir fréttastofu herma að sá sem kvartaði hafi verið lögreglukonan sem bar umrædd merki á þeirri mynd sem birst hafði af henni í fjölmiðlum. Erindið var afgreitt á fundi forsætisnefndar á þriðjudaginn í síðustu viku en niðurstaða nefndarinnar var sú að erindið uppfyllti ekki skilyrði fyrir því að vera tekin til athugunar á grundvelli siðareglna alþingismanna. Í svarbréfinu sem birt er á vef Alþingis í dag eru færð rök fyrir því hvers vegna erindi lögreglukonunnar er vísað frá, þar sem meðal annars er vísað til þess að þingmenn „njóti ríkrar verndar til þátttöku í opinni og frjálsri stjórnmálaumræðu í lýðræðisþjóðfélagi,“ líkt og það er orðað í bréfinu. „Telji almennur borgari að forseti hafi ekki gætt þess að þingmenn gæti góðrar reglu í máli sem hann varðar verður að hafa í huga að athafnir eða athafnaleysi forseta við stjórn þingfunda sæta ekki endurskoðun,“ segir í bréfinu. „Ágreiningur um slíkt verður því ekki borinn undir forsætisnefnd eða eftir atvikum leitað álits siðanefndar á honum. Í ljósi þess er það niðurstaða forsætisnefndar að skilyrði brestur til þess að nefndin taki erindi þitt til athugunar á grundvelli siðareglna fyrir alþingismenn. Er þá einnig horft til þeirrar ríku verndar sem tjáningarfrelsi þingmanna nýtur samkvæmt stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu.“ Alþingi Lögreglan Kynþáttafordómar Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Þórhildur Sunna óskaði jafnframt eftir fundi í allsherjar og menntamálanefnd vegna málsins til að ræða meintan rasisma innan lögreglunnar. „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna í umræddri ræðu sinni á þinginu þann 21. október. Fundur um málið fór svo fram í nefndinni þann 11. nóvember. Nafn þess er erindið sendi hefur verið afmáð í afriti af svarbréfi forsætisnefndar við erindinu sem birt er á vef Alþingis og er undirritað af Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis. Ummæli Þórhildar Sunnu sættu töluverðri gagnrýni, einkum af hálfu talsmanna lögreglustéttarinnar. Meðal þeirra sem fordæmdu ummælin var Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur. Í samtali við mbl.is 22. október sagði Arinbjörn til að mynda að honum þætti tilefni til að forsætisnefnd tæki málið upp við siðanefnd Alþingis en heimildir fréttastofu herma að sá sem kvartaði hafi verið lögreglukonan sem bar umrædd merki á þeirri mynd sem birst hafði af henni í fjölmiðlum. Erindið var afgreitt á fundi forsætisnefndar á þriðjudaginn í síðustu viku en niðurstaða nefndarinnar var sú að erindið uppfyllti ekki skilyrði fyrir því að vera tekin til athugunar á grundvelli siðareglna alþingismanna. Í svarbréfinu sem birt er á vef Alþingis í dag eru færð rök fyrir því hvers vegna erindi lögreglukonunnar er vísað frá, þar sem meðal annars er vísað til þess að þingmenn „njóti ríkrar verndar til þátttöku í opinni og frjálsri stjórnmálaumræðu í lýðræðisþjóðfélagi,“ líkt og það er orðað í bréfinu. „Telji almennur borgari að forseti hafi ekki gætt þess að þingmenn gæti góðrar reglu í máli sem hann varðar verður að hafa í huga að athafnir eða athafnaleysi forseta við stjórn þingfunda sæta ekki endurskoðun,“ segir í bréfinu. „Ágreiningur um slíkt verður því ekki borinn undir forsætisnefnd eða eftir atvikum leitað álits siðanefndar á honum. Í ljósi þess er það niðurstaða forsætisnefndar að skilyrði brestur til þess að nefndin taki erindi þitt til athugunar á grundvelli siðareglna fyrir alþingismenn. Er þá einnig horft til þeirrar ríku verndar sem tjáningarfrelsi þingmanna nýtur samkvæmt stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu.“
Alþingi Lögreglan Kynþáttafordómar Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent