Mjög lítið skyggni mun vera á svæðinu og hefur gengið á með hryðjum í dag. Fyrstu hópar björgunarsveita eru lagðir af stað til leitar frá Reykjavík en frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.
Uppfært klukkan 16:50
Maðurinn er kominn í leitirnar heill á húfi. Björgunarsveitarfólk sem var á svæðinu á eigin vegum fann manninn mjög fljótt eftir að útkall barst og eftir að hafa fengið vísbendingar sem maðurinn hafði gefið Neyðarlínunni um staðsetningu sína. Maðurinn var orðinn dálítið kaldur en fólkið gat komið honum í skjól og gefið honum heitt að drekka.