„Það má gera grín að kórónuveirunni en við þurfum að vanda okkur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. mars 2020 10:29 Það hefur verið lítið að gera hjá Hjálmari í skemmtanabransanum undanfarna daga. Vísir Hjálmar Örn Jóhannsson skemmtikraftur mætti í Bítið til Heimis Karlssonar og Gulla Helga í morgun og ræddi meðal annars stöðuna sem margir skemmtikraftar og listamenn standa fyrir í samkomubanninu. „Allir okkar eiginleikar munu ýkjast alveg svakalega og ég finn það hjá sjálfum mér að ég er orðinn meira kærulaus,“ segir Hjálmar Örn og heldur áfram. „Ég leita meira í grín en ég hef gert. Það getur verið gott en það getur líka verið slæmt. Ég tek þessu mjög alvarlega og þvæ mér oft um hendurnar. Hugsa mjög mikið um þetta. Ég fer algjörlega eftir því sem þetta fólk segir. Finnst það númer eitt, tvö og þrjú. Ég fer ekki eftir því sem DV segir eða einhver í kommentakerfinu. Því það er hagur okkar allra að þetta klárist.“ Fann þetta á sér Ástandið hefur bitnað mikið á öllum skemmtikröftum landsins. „Ég skemmti mikið með Evu Ruza. Við áttum að skemmta á árshátíð 7. mars og ég sagði við hana í lok febrúar að það væri ekki séns að þessi árshátíð yrði. Ég fann það einhvern veginn að þetta væri að byrja. Svo bara frestaðist allt. Þá er ekkert hægt að gera. Hvað á maður að gera? Vera brjálaður og öskra? Ég er mjög einfaldur maður og það er mjög gott að vera einfaldur maður á þessum flóknu tímum. Ég segi að við eigum að leita í grín og tónlist. Það mun koma okkur í gegnum þetta. Þetta verða 50-60 dagar spái ég, ekki að ég sé einhver sérfræðingur." Hjálmar segir að það sé í góðu lagi að gera grín að kórónuveirunni. „Það má gera grín að kórónuveirunni en við þurfum að vanda okkur. Það munu alveg koma fram grínistar sem gera einhver mistök, við verðum bara að passa okkur að fyrirgefa það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Grín og gaman Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Hjálmar Örn Jóhannsson skemmtikraftur mætti í Bítið til Heimis Karlssonar og Gulla Helga í morgun og ræddi meðal annars stöðuna sem margir skemmtikraftar og listamenn standa fyrir í samkomubanninu. „Allir okkar eiginleikar munu ýkjast alveg svakalega og ég finn það hjá sjálfum mér að ég er orðinn meira kærulaus,“ segir Hjálmar Örn og heldur áfram. „Ég leita meira í grín en ég hef gert. Það getur verið gott en það getur líka verið slæmt. Ég tek þessu mjög alvarlega og þvæ mér oft um hendurnar. Hugsa mjög mikið um þetta. Ég fer algjörlega eftir því sem þetta fólk segir. Finnst það númer eitt, tvö og þrjú. Ég fer ekki eftir því sem DV segir eða einhver í kommentakerfinu. Því það er hagur okkar allra að þetta klárist.“ Fann þetta á sér Ástandið hefur bitnað mikið á öllum skemmtikröftum landsins. „Ég skemmti mikið með Evu Ruza. Við áttum að skemmta á árshátíð 7. mars og ég sagði við hana í lok febrúar að það væri ekki séns að þessi árshátíð yrði. Ég fann það einhvern veginn að þetta væri að byrja. Svo bara frestaðist allt. Þá er ekkert hægt að gera. Hvað á maður að gera? Vera brjálaður og öskra? Ég er mjög einfaldur maður og það er mjög gott að vera einfaldur maður á þessum flóknu tímum. Ég segi að við eigum að leita í grín og tónlist. Það mun koma okkur í gegnum þetta. Þetta verða 50-60 dagar spái ég, ekki að ég sé einhver sérfræðingur." Hjálmar segir að það sé í góðu lagi að gera grín að kórónuveirunni. „Það má gera grín að kórónuveirunni en við þurfum að vanda okkur. Það munu alveg koma fram grínistar sem gera einhver mistök, við verðum bara að passa okkur að fyrirgefa það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Grín og gaman Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira