Lífið

Myndir: Varðhundurinn Noodles vakti mikla lukku og vann til verðlauna

Samúel Karl Ólason skrifar
Grimmilegi varðhundurinn Noodles er á fyndnustu gæludýramynd ársins.
Grimmilegi varðhundurinn Noodles er á fyndnustu gæludýramynd ársins. Elke Vogelsang/MARS PETCARE COMEDY PET PHOTO AWARDS 2020

Búið er að velja sigurvegara í Mars gæludýragrínmyndaverðlaununum. Þetta er í annað sinn sem verðlaunakeppnin er haldin og er henni ætlað að vekja athygli á heimilislausum gæludýrum.

Varðhundurinn Noodles er á fyndnustu gæludýramynd ársins sem valin var af dómurum Mars gæludýragrínmyndaverðlaunanna 2020, Mars Petcare Comedy Pet Photography Awards. Eigendur gæludýra sendu rúmlega tvö þúsund myndir í keppnina og voru nokkrar þeirra valdar til að keppa til úrslita.

Keppninni er ætlað að vekja athygli á heimilislausum gæludýrum í Bretlandi og safna peningum fyrir Bláa krossinn.

Þetta er í annað sinn sem keppnin er haldin og var hún stofnuð af þeim sömu og stofnuðu keppnina um fyndnustu dýralífsmyndir ársins, Comedy Wildlife Photography Awards.

Hér fyrir neðan má sjá þær myndir sem kepptu til úrslita og þar að neða má svo sjá fleiri myndir sem vöktu hylli dómara.

Kötturinn Edmund þykir verulega dramatískur.Iain McConnell/MARS PETCARE COMEDY PET PHOTO AWARDS 2020
Þreytt kanína, eða einhversskonar skrýmsli. Það er ekki alveg ljóst.Anne Lindner/MARS PETCARE COMEDY PET PHOTO AWARDS 2020
Þessi hundur hélt í smá stund að hann gæti hlaupið á vatni. Ónei.John Carelli/MARS PETCARE COMEDY PET PHOTO AWARDS 2020
Kettlingur að leik.Malgorzata Russell/MARS PETCARE COMEDY PET PHOTO AWARDS 2020
Hundur sem virðist hauslaus. Sko, ekki fullur, heldur virðist vanta hausinn á hundinn. Hann er samt ekki hauslaus í alvörunni.Dimpy Bhalotia/MARS PETCARE COMEDY PET PHOTO AWARDS 2020
Þessir hundar vildu á rúntinn.Karen Hoglund/MARS PETCARE COMEDY PET PHOTO AWARDS 2020





Fleiri fréttir

Sjá meira


×