Varað við hríðarveðri: Fólk ani ekki út í óvissuna því élin verða dimm og mjög hvöss Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 07:20 Það verður mjög hvasst á stórum hluta landsins í kvöld og nánast allan daginn á morgun. Þá mun víða ganga á með dimmum éljum. Veðurstofa Íslands Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna hríðarveðurs fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og miðhálendið. Viðvaranirnar taka gildi í kvöld og standa nánast út allan morgundaginn. Fyrst er varað við suðaustanhríðarveðri sem skellur á í kvöld og stendur fram á nótt. Mismunandi er eftir landshlutum hvenær viðvörunin fellur úr gildi; hún gildir til klukkan eitt í nótt á höfuðborgarsvæðinu en til klukkan átta í fyrramálið á Ströndum og Norðurlandi vestra. „Suðaustan 15-23 m/s og snjókoma eða skafrenningur, einkum á Ströndum og á Holtavörðuheiði og Laxárdalsheiði. Ört versnandi akstursskilyrði,“ segir í viðvöruninni fyrir Strandir og Norðurland vestra. Gætu orðið vandræði í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu Klukkan tólf á hádegi á morgun tekur svo gildi viðvörun vegna suðvestanhríðar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði. Viðvörunin gildir til miðnættis annað kvöld. Á sama tíma er varað við suðvestan stormi eða roki og éljum á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. „Suðvestan 15-23 m/s og mjög dimm él. Hálka á götum og gangstéttum og skyggni mjög takmarkað á köflum, sem getur valdið vandræðum í umferðinni,“ segir í viðvörun Veðurstofunnar fyrir höfuðborgarsvæðið vegna veðursins á morgun. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að æskilegt sé að fólki ani ekki út í óvissuna í þessu veðri sem von er á í kvöld og á morgun því útlit sé fyrir að élin verði bæði dimm og hvöss. „Í dag hvessir af suðaustri og þykknar upp, fyrst um landið vestanvert. Í kvöld má búast við að vindstyrkur verði kominn víða upp undir stormstyrk (20 m/s). Dálítil óvissa er hve hratt hlýnar en það hefur mikil áhrif á hvaða úrkomutegund verður á láglendi. Líklegast er að úrkoman byrji sem snjókoma eða slydda en færist síðan yfir í rigningu á láglendi. Mestu hlýindin verða samt ekki fyrr en eftir miðnætti og fram undir morgun, en þá snýst vindur jafnframt til suðvestanáttar. Hún verður ekki eins hvöss og úrkomumikil eins og veðrið verður í nótt, en um og eftir hádegi á morgun er útlit fyrir að vindur verði víða 15-20 m/s og hvassari í éljum og þá hefur einnig kólnað talsvert frá morgninum. Á fjallvegum, einkum á vestanverðu landinu verður ekki eins hlýtt svo að bæði má reikna með að úrkoma fari seinna yfir í rigningu í kvöld eða nótt og eins kólnar fyrr þar á morgun svo að öll úrkoma fellur þar sem él á morgun. Föstudagurinn verður líklega keimlíkur morgundeginum en fer þó að lægja undir kvöld,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Norðlæg átt, 3-10 m/s og dálítil él N- og A-lands, en annars bjartviðri. Frost 0 til 7 stig, en víða frostlaust við ströndina. Vaxandi suðaustanátt í dag og þykknar upp, fyrst um landið vestanvert, 15-23 m/s og slydda eða snjókoma þar undir kvöld, en rigning á láglendi um miðnætti. Dálítil slydda eða rigning SA-lands, en þurrt að kalla NA-til. Rigning um mest allt land í nótt og hiti víða 2 til 8 stig. Suðvestan 15-23 á morgun, en hægari fyrst í fyrramálið. Skúrir og síðar él og kólnar, vægt frost síðdegis en hiti 0 til 4 stig við ströndina. Yfirleitt þurrt NA- og A-lands. Á fimmtudag: Suðvestan 15-23 m/s með éljagangi S- og V-til og hiti nálægt frostmarki, en frostlaust við ströndina. Á föstudag: Suðvestan 13-20 m/s og éljagangur, en bjartviðri NA-lands, hvassast við S- og V-ströndina. Hiti kringum frostmark. Á laugardag: Hægt minnkandi suðvestanátt og él, en bjartviðri eystra. Hiti um og undir frostmarki. Á sunnudag: Hæg suðlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en dálítil snjókoma syðst og vestast. Fremur kalt í veðri. Veður Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Sjá meira
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna hríðarveðurs fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og miðhálendið. Viðvaranirnar taka gildi í kvöld og standa nánast út allan morgundaginn. Fyrst er varað við suðaustanhríðarveðri sem skellur á í kvöld og stendur fram á nótt. Mismunandi er eftir landshlutum hvenær viðvörunin fellur úr gildi; hún gildir til klukkan eitt í nótt á höfuðborgarsvæðinu en til klukkan átta í fyrramálið á Ströndum og Norðurlandi vestra. „Suðaustan 15-23 m/s og snjókoma eða skafrenningur, einkum á Ströndum og á Holtavörðuheiði og Laxárdalsheiði. Ört versnandi akstursskilyrði,“ segir í viðvöruninni fyrir Strandir og Norðurland vestra. Gætu orðið vandræði í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu Klukkan tólf á hádegi á morgun tekur svo gildi viðvörun vegna suðvestanhríðar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði. Viðvörunin gildir til miðnættis annað kvöld. Á sama tíma er varað við suðvestan stormi eða roki og éljum á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. „Suðvestan 15-23 m/s og mjög dimm él. Hálka á götum og gangstéttum og skyggni mjög takmarkað á köflum, sem getur valdið vandræðum í umferðinni,“ segir í viðvörun Veðurstofunnar fyrir höfuðborgarsvæðið vegna veðursins á morgun. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að æskilegt sé að fólki ani ekki út í óvissuna í þessu veðri sem von er á í kvöld og á morgun því útlit sé fyrir að élin verði bæði dimm og hvöss. „Í dag hvessir af suðaustri og þykknar upp, fyrst um landið vestanvert. Í kvöld má búast við að vindstyrkur verði kominn víða upp undir stormstyrk (20 m/s). Dálítil óvissa er hve hratt hlýnar en það hefur mikil áhrif á hvaða úrkomutegund verður á láglendi. Líklegast er að úrkoman byrji sem snjókoma eða slydda en færist síðan yfir í rigningu á láglendi. Mestu hlýindin verða samt ekki fyrr en eftir miðnætti og fram undir morgun, en þá snýst vindur jafnframt til suðvestanáttar. Hún verður ekki eins hvöss og úrkomumikil eins og veðrið verður í nótt, en um og eftir hádegi á morgun er útlit fyrir að vindur verði víða 15-20 m/s og hvassari í éljum og þá hefur einnig kólnað talsvert frá morgninum. Á fjallvegum, einkum á vestanverðu landinu verður ekki eins hlýtt svo að bæði má reikna með að úrkoma fari seinna yfir í rigningu í kvöld eða nótt og eins kólnar fyrr þar á morgun svo að öll úrkoma fellur þar sem él á morgun. Föstudagurinn verður líklega keimlíkur morgundeginum en fer þó að lægja undir kvöld,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Norðlæg átt, 3-10 m/s og dálítil él N- og A-lands, en annars bjartviðri. Frost 0 til 7 stig, en víða frostlaust við ströndina. Vaxandi suðaustanátt í dag og þykknar upp, fyrst um landið vestanvert, 15-23 m/s og slydda eða snjókoma þar undir kvöld, en rigning á láglendi um miðnætti. Dálítil slydda eða rigning SA-lands, en þurrt að kalla NA-til. Rigning um mest allt land í nótt og hiti víða 2 til 8 stig. Suðvestan 15-23 á morgun, en hægari fyrst í fyrramálið. Skúrir og síðar él og kólnar, vægt frost síðdegis en hiti 0 til 4 stig við ströndina. Yfirleitt þurrt NA- og A-lands. Á fimmtudag: Suðvestan 15-23 m/s með éljagangi S- og V-til og hiti nálægt frostmarki, en frostlaust við ströndina. Á föstudag: Suðvestan 13-20 m/s og éljagangur, en bjartviðri NA-lands, hvassast við S- og V-ströndina. Hiti kringum frostmark. Á laugardag: Hægt minnkandi suðvestanátt og él, en bjartviðri eystra. Hiti um og undir frostmarki. Á sunnudag: Hæg suðlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en dálítil snjókoma syðst og vestast. Fremur kalt í veðri.
Veður Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Sjá meira