Innlent

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Atli Ísleifsson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við hjúkrunardeildarstjóra á Landakoti sem segjast finna til mikillar ábyrgðar vegna hópsýkingar sem þar kom upp - þrátt fyrir að hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð í erfiðum aðstæðum. Þær segjast hafa upplifað gríðarlega mikla sorg.

Rætt verður við Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra sem segist búast við því að ríkisstjórnin muni búa þannig um hnútana að nýprentaðir peningar fari til þeirra sem þurfi á þeim að halda.

Hann svarar gagnrýni um að stór hluti þess fjármagns sem sett var í umferð til að styðja við hagkerfið hafi runnið inn á fasteignamarkað í stað þess að fara til fólks og fyrirtækja sem lent hafa í mesta tekjuáfallinu.

Þá lítum við í heimsókn í Jólagarðinn í Eyjafjarðarsveit en yfirjólasveinn þar hvetur landsmenn sérstaklega til þess að spreyta sig á smákökubakstri fyrir þessi jól.

Þetta og fleira til í kvöldfréttum sem hefjast á slaginu 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og á Bylgjunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×