Tveir sendibílar rákust saman á mótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar skömmu fyrir klukkan níu í morgun.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði liggur ekki nákvæmlega fyrir um slys á fólki, en þó líti ekki út í fyrstu að þau séu alvarleg.
Nokkrir sjúkrabílar, lögreglubílar og tveir dælubílar voru sendir á vettvang.