Innlent

Mikill viðbúnaður vegna elds í Hjallahverfi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mynd frá vettvangi í Kópavogi í nótt.
Mynd frá vettvangi í Kópavogi í nótt. Stefán Ari Stefánsson

Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í nótt vegna elds sem kom upp í raðhúsi í Hjallahverfi í Kópavogi.

Útkallið kom klukkan 03:10 og voru þrír slökkviliðsbílar sendir á staðinn, körfubíll og tveir sjúkrabílar.

Að sögn varðstjóra hafði eldur komið upp á yfirbyggðum svölum og teygt sig upp í þak hússins. Þá hafði brotnað rúða og eldurinn náð að teygja sig aðeins inn.

Mikill viðbúnaður var hjá slökkvliðinu vegna eldsins.Stefán Ari Stefánsson

Hjón sem búa í húsinu náðu að koma sér út af sjálfsdáðum og slösuðust þau ekki. Því þurfti ekki að flytja þau á slysadeild.

Aðspurður hafði varðstjóri ekki nákvæmar upplýsingar um hversu mikill eldur varð inni í húsinu sjálfu en töluvert tjón varð í eldsvoðanum. Meðal annars þurfti að rífa þakkant til þess að ráða niðurlögum eldsins.

Slökkvistarfi lauk um fimmleytið í morgun þegar síðasti bíll fór af vettvangi. Eldsupptök eru ókunn og fer lögregla með rannsókn málsins líkt og venja er.

Hjón sem búa í húsinu komust út af sjálfsdáðum, óslösuð. Ekki þurfti að flytja þau á slysadeild.Stefán Ari Stefánsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×