Kviknaði í íbúð mannsins sem birti árásina á Facebook Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2020 11:02 Skjáskot úr myndbandinu. Rannsókn er hafin á eldsupptökum í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal í Reykjavík í gærkvöldi. Íbúðin er heimili manns sem birti myndband af líkamsárás á Facebook um helgina. Enginn var heima þegar slökkvilið mætti á vettvang og sinnti slökkvistarfi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók á sunnudag tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gekk í skrokk á öðrum manni. Myndbandið var í birtingu á Facebook í vel á annan sólarhring en hefur nú verið fjarlægt. Hefndaraðgerð? Karlmaðurinn er íbúi í húsinu þar sem eldurinn kviknaði í gær. Vangaveltur hafa því verið uppi um hvort um einhvers konar hefndaraðgerð er að ræða. Íbúi í húsinu sagðist í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi telja að einhverju hefði verið kastað inn í íbúðina. Fjölmargir íbúar búa í húsinu sem er fjölbýli á fimm hæðum. Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir málið í rannsókn. Talsverðar skemmdir hafi orðið á íbúðinni en tæknideild eigi eftir að skilja bráðabirgðaniðurstöðum um upptök eldsins. Það gerist að líkindum síðar í dag. Elín Agnes segir annars lítið um málið að segja á þessu stigi. Enginn sé í haldi lögreglu sem stendur. Á almennum nótum sé lykilatriði að komast að því við rannsókn eldsupptaka hvort um íkveikju sé að ræða eða ekki. Endurteknar líkamsárásir Myndbandið af slagsmálunum um helgina vakti mikla athygli. Árásarmaðurinn og íbúinn í húsinu er lærður í bardagaíþróttum og hefur unnið til verðlauna þar. Í myndbandinu virtist hann vera að refsa tvítugum karlmanni með spörkum og höggum. Árásarmaðurinn hefur áður komist í fréttirnar fyrir slagsmál. Þannig greindi DV frá því vorið mars 2019 að hann hefði ráðist að tilefnislausu á karlmann fyrir utan skemmtistaðinn SPOT í Kópavogi að loknu balli. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu stóð að líkamsárásin hefði átt sér stað á heimili árásarmannsins. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Handtóku karlmann sem sýndi grófa líkamsárás á Facebook Lögregla handtók í gær tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni. Myndbandið er enn í birtingu á Facebook nú rúmum sólarhring eftir að það var sett á samfélagsmiðilinn. 16. nóvember 2020 16:12 Vel gekk að slökkva eld í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst skömmu fyrir sjö í kvöld útkall vegna elds í íbúð í blokk í Úlfarsárdal. 17. nóvember 2020 20:02 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Fleiri fréttir Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Sjá meira
Rannsókn er hafin á eldsupptökum í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal í Reykjavík í gærkvöldi. Íbúðin er heimili manns sem birti myndband af líkamsárás á Facebook um helgina. Enginn var heima þegar slökkvilið mætti á vettvang og sinnti slökkvistarfi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók á sunnudag tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gekk í skrokk á öðrum manni. Myndbandið var í birtingu á Facebook í vel á annan sólarhring en hefur nú verið fjarlægt. Hefndaraðgerð? Karlmaðurinn er íbúi í húsinu þar sem eldurinn kviknaði í gær. Vangaveltur hafa því verið uppi um hvort um einhvers konar hefndaraðgerð er að ræða. Íbúi í húsinu sagðist í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi telja að einhverju hefði verið kastað inn í íbúðina. Fjölmargir íbúar búa í húsinu sem er fjölbýli á fimm hæðum. Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir málið í rannsókn. Talsverðar skemmdir hafi orðið á íbúðinni en tæknideild eigi eftir að skilja bráðabirgðaniðurstöðum um upptök eldsins. Það gerist að líkindum síðar í dag. Elín Agnes segir annars lítið um málið að segja á þessu stigi. Enginn sé í haldi lögreglu sem stendur. Á almennum nótum sé lykilatriði að komast að því við rannsókn eldsupptaka hvort um íkveikju sé að ræða eða ekki. Endurteknar líkamsárásir Myndbandið af slagsmálunum um helgina vakti mikla athygli. Árásarmaðurinn og íbúinn í húsinu er lærður í bardagaíþróttum og hefur unnið til verðlauna þar. Í myndbandinu virtist hann vera að refsa tvítugum karlmanni með spörkum og höggum. Árásarmaðurinn hefur áður komist í fréttirnar fyrir slagsmál. Þannig greindi DV frá því vorið mars 2019 að hann hefði ráðist að tilefnislausu á karlmann fyrir utan skemmtistaðinn SPOT í Kópavogi að loknu balli. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu stóð að líkamsárásin hefði átt sér stað á heimili árásarmannsins.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Handtóku karlmann sem sýndi grófa líkamsárás á Facebook Lögregla handtók í gær tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni. Myndbandið er enn í birtingu á Facebook nú rúmum sólarhring eftir að það var sett á samfélagsmiðilinn. 16. nóvember 2020 16:12 Vel gekk að slökkva eld í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst skömmu fyrir sjö í kvöld útkall vegna elds í íbúð í blokk í Úlfarsárdal. 17. nóvember 2020 20:02 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Fleiri fréttir Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Sjá meira
Handtóku karlmann sem sýndi grófa líkamsárás á Facebook Lögregla handtók í gær tæplega þrítugan karlmann sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni. Myndbandið er enn í birtingu á Facebook nú rúmum sólarhring eftir að það var sett á samfélagsmiðilinn. 16. nóvember 2020 16:12
Vel gekk að slökkva eld í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst skömmu fyrir sjö í kvöld útkall vegna elds í íbúð í blokk í Úlfarsárdal. 17. nóvember 2020 20:02
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent