Innlent

Sprengisandur í beinni útsendingu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til tólf í dag. Hægt verður að hlusta á þáttinn í útvarpi, en einnig hér á Vísi. Hér að neðan má hlusta á þáttinn.

Guðmundur Hálfdánarson sagnfræðingur er fyrsti gestur þáttarins og ræðir niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Hvað breytist með embættistöku Biden? Hefur stuðningur við Trump farið dvínandi eða lifir hinn svokallaði „Trumpismi“ góðu lífi hjá klofinni þjóð, og skiptir það máli? Þessum spurningum verður leitast við að svara í þættinum.

Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði og varaformaður Viðreisnar, ræðir möguleikann á aðild Íslands að Evru til hálfs.

Logi Einarsson, nýendurkjörinn formaður Samfylkingarinnar, mætir ásamt þingmönnunum Sigríði Á. Andersen og Rósu Björk Brynjólfsdóttur og ræðir möguleikann á vinstristjórn í kjölfar næstu kosninga og aðkomu Alþingis að ákvörðunum um sóttvarnaráðstafanir, svo eitthvað sé nefnt.

Jóna Fanney Svavarsdóttir er síðasti viðmælandi þáttarins, en hún fer fyrir hópi smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi í ferðaþjónustu, hópi sem telur sig hlunnfarinn og utangarðs þegar kemur að ráðstöfunum stjórnvalda.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér ofar í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×