Sífellt fleiri sveitarfélög segja sig frá rekstri hjúkrunarheimila Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. október 2020 19:01 Vísir/Hafsteinn Fjögur sveitarfélög hafa sagt upp samningum sínum við ríkið og það fimmta íhugar það vegna óánægju með framlög til starfseminnar. Heilbrigðisráðherra sem hefur verið gagnrýnd fyrir að svelta einkarekin hjúkrunaheimili, vísar því á bug. Akureyrarbær, Vestmanneyjabær, Hornafjörður og Fjarðarbyggð hafa þegar sagt upp samningum sínum sínum við Sjúkratryggingar Íslands á þessu ári vegna reksturs hjúkrunarheimila og Vopnafjarðarhreppur íhugar að segja upp samningi sínum samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Áður hafa Mosfellsbær, Seltjarnarnesbær og Garðabær sagt sig frá rekstrinum og ríkið sér um hann. Þá gagnrýndi Gísli Páll Pálsson forstjóri dvalar- og hjúkrunarheimila Grundar í fréttum okkar á föstudag að stjórnvöld væru vísvitandi að svelta öldrunaheimili landsins til að geta ríkisvætt þau. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vísar þessu á bug. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm „Það að ég hafi einhverjar skoðanir og vilji koma þessum hjúkrunarheimilum í einhvern bobba vísa ég því til föðurhúsanna því það er rangt,“ segir Svandís. Svandís skipaði starfshóp til að greina rekstur hjúkrunarheimilanna og skilar hann niðurstöðu í næsta mánuði. „Þessi greining er forsenda þess að við skiljum betur út frá hverju samningar um reksturinn eiga að ganga. Það vil ég gera í fullri einlægni og hef marg tjáð einaaðilum og sveitarfélögum það,“segir Svandís. Hún segir að stefna sín í málaflokknumsé að auka fjölbreytni í þjónustu við eldri borgara. „Mínar áherslur varðandi þessi mál er að það sé boðið uppá miklu fjölþættari þjónustu fyrir eldra fólk en hjúkrunarheimili, Við þurfum að stórauka dagdvalarþjónustu. Þá er ég er að setja nýjar 250 milljónir á fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár til heimahjúkrunar svo að fólk geti búið lengur heima hjá sér,“ segir Svandís. Svandís segir að einkareknu hjúkrunarheimilin fái nú greiðslur í samræmi við gerða samninga. Það sem sé hins vegar á bið séu sérstakar greiðslur í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Sjúkratryggingar Íslands hafa talað um það í mínu umboði að það þurfi að gera upp við hjúkrunarheimilin í heild eftir árið ef þau hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna faraldursins. Ef að í ljós kemur að hjúkrunarheimilin hafa ekki getað nýtt rými hjá sér að fullu vegna Covid-19 þá eigi að vera til fjármagn til að fá það bætt,“ segir Svandís. Heilbrigðismál Félagsmál Eldri borgarar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Sjá meira
Fjögur sveitarfélög hafa sagt upp samningum sínum við ríkið og það fimmta íhugar það vegna óánægju með framlög til starfseminnar. Heilbrigðisráðherra sem hefur verið gagnrýnd fyrir að svelta einkarekin hjúkrunaheimili, vísar því á bug. Akureyrarbær, Vestmanneyjabær, Hornafjörður og Fjarðarbyggð hafa þegar sagt upp samningum sínum sínum við Sjúkratryggingar Íslands á þessu ári vegna reksturs hjúkrunarheimila og Vopnafjarðarhreppur íhugar að segja upp samningi sínum samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Áður hafa Mosfellsbær, Seltjarnarnesbær og Garðabær sagt sig frá rekstrinum og ríkið sér um hann. Þá gagnrýndi Gísli Páll Pálsson forstjóri dvalar- og hjúkrunarheimila Grundar í fréttum okkar á föstudag að stjórnvöld væru vísvitandi að svelta öldrunaheimili landsins til að geta ríkisvætt þau. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vísar þessu á bug. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm „Það að ég hafi einhverjar skoðanir og vilji koma þessum hjúkrunarheimilum í einhvern bobba vísa ég því til föðurhúsanna því það er rangt,“ segir Svandís. Svandís skipaði starfshóp til að greina rekstur hjúkrunarheimilanna og skilar hann niðurstöðu í næsta mánuði. „Þessi greining er forsenda þess að við skiljum betur út frá hverju samningar um reksturinn eiga að ganga. Það vil ég gera í fullri einlægni og hef marg tjáð einaaðilum og sveitarfélögum það,“segir Svandís. Hún segir að stefna sín í málaflokknumsé að auka fjölbreytni í þjónustu við eldri borgara. „Mínar áherslur varðandi þessi mál er að það sé boðið uppá miklu fjölþættari þjónustu fyrir eldra fólk en hjúkrunarheimili, Við þurfum að stórauka dagdvalarþjónustu. Þá er ég er að setja nýjar 250 milljónir á fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár til heimahjúkrunar svo að fólk geti búið lengur heima hjá sér,“ segir Svandís. Svandís segir að einkareknu hjúkrunarheimilin fái nú greiðslur í samræmi við gerða samninga. Það sem sé hins vegar á bið séu sérstakar greiðslur í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Sjúkratryggingar Íslands hafa talað um það í mínu umboði að það þurfi að gera upp við hjúkrunarheimilin í heild eftir árið ef þau hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna faraldursins. Ef að í ljós kemur að hjúkrunarheimilin hafa ekki getað nýtt rými hjá sér að fullu vegna Covid-19 þá eigi að vera til fjármagn til að fá það bætt,“ segir Svandís.
Heilbrigðismál Félagsmál Eldri borgarar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Sjá meira