Lífið

GusGus og Vök í eina sæng í nýju myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nýtt myndband frá GusGus frumsýnt á Vísi í dag. 
Nýtt myndband frá GusGus frumsýnt á Vísi í dag.  Mynd/Viðar Logi

GusGus gefur í dag út nýja smáskífu en hún er unnin í samstarfi við Margréti Rán úr sveitinni Vök.

Samhliða útgáfunni frumsýnir Vísir nýtt myndband við lagið Higher sem unnið er af Arni & Kinski sem störfuðu með Gusgus á upphafsárunum.

Umfjöllunar efni lagsins er sjálfskaparvíti valdafíknar en þrátt fyrir alvarleika umfjöllunarefnisins er lagið sjálft létt og skemmtilegt eða eins létt og skemmtilegt og svona reggí-teknó-popp lög geta orðið.

Í lok vetrar er svo væntanleg ný plata sem ber heitið Mobile Home og verður áðurnefnd Margrét úr Vök áberandi á henni.

Hér að neðan má sjá myndbandið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.