Innlent

Leita tveggja manna vegna vopnaðs ráns við Langholtskirkju

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Langholtshverfi í Reykjavík.
Langholtshverfi í Reykjavík. Vísir/vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja manna vegna rannsóknar á ráni í Sólheimum við Langholtskirkju á níunda tímanum í gærkvöldi. 

Tveir, grímukæddir menn eru sagðir hafa komið að bifreið sem þar var. Þeir hafi ógnað fólkinu sem sat í bílnum með eggvopni og slegið til ökumannsins sem hlaut áverka af. Síðan hafi þeir rænt nokkru af munum úr bifreiðinni.

Tilkynning um málið barst lögreglu klukkan 20:20 í gærkvöldi. Þeir sem búa yfir vitneskju um málið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið gudmundur.pall@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi sagði í samtali við Vísi um málið á ellefta tímanum að a.m.k. einn væri grunaður í málinu en hefði verið farinn á brott af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Rannsókn málsins væri á frumstigi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.