Lífið

Þórólfur fær lag og myndband í afmælisgjöf

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þórólfur Guðnason er 67 ára í dag. 
Þórólfur Guðnason er 67 ára í dag. 

„Elsku Þórólfur okkar, innilega til hamingju með afmælisdaginn frá vinum þínum og vandamönnum í tónlistarhópnum Vinir og vandamenn. Við viljum að þú vitir og finnir að við, og margir margir margir fleiri Íslendingar, standa heils hugar á bak við þig og þín afburða góðu og fórnfúsu störf í þágu lands og þjóðar,“ segir Leifur Geir Hafteinsson í stöðufærslu á Facebook en þar sendir hann Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni afmæliskveðju ásamt fleirum og er kveðjan af dýrari gerðinni. Búið er að semja lag um sóttvarnarlækninn og gefa út myndband.

„Við getum ekki ímyndað okkur hvers konar álag það er að þurfa að taka allar þær ákvarðanir sem þú hefur á herðunum, þurfa að taka tillit til allra þeirra sjónarmiða og hagsmunaaðila sem störf þín snerta, og að halda sönsum í gegnum það allt. En hitt vitum við og sjáum, að þú höndlar það eins og allt annað, með algjörum glæsibrag. Þú ert snillingur og okkur þykir mjög vænt um þig. Í tilefni dagsins hlóðum við í lítið lag fyrir þig, fengum góða gesti til að leggja málstaðnum lið og vonum að þú njótir og hafir gaman af.“

Leifur Geir Hafsteinsson var einnig einn af þeim sem stóð að útgáfu lagsins Ferðumst innanhúss um síðustu páska í miðri fyrstu bylgju kórónuveirunnar. Þórólfur Guðnason er 67 ára í dag. Hann fæddist árið 1953 þann 28. október.

Hér að neðan má sjá myndbandið sjálft.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.