Innlent

59 greindust með veiruna innanlands í gær

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Myndin er tekin á Landakoti um liðna helgi en mikið álag hefur verið þar eftir að hópsýking kom þar upp í síðustu viku.
Myndin er tekin á Landakoti um liðna helgi en mikið álag hefur verið þar eftir að hópsýking kom þar upp í síðustu viku. Landspítali/Þorkell

Alls greindust 59 með veiruna innanlands í gær. Nítján þeirra voru utan sóttkvíar við greiningu en fjörutíu í sóttkví, eða 68%. Nýgengi innanlandssmita er 221,2.

Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. 53 á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af er einn á gjörgæslu.

Níu manns greindust með veiruna við landamæraskimun. Einn þeirra greindist með virkt smit en beðið er niðurstöðu mótefnamælingar hjá hinum átta.

1.048 eru nú í einangrun, samanborið við 1.030 í gær. Þá eru 2.283 í sóttkví en voru 2.468 í gær.

38 þeirra sem greindust með veiruna innanlands í gær fóru í einkennasýnatöku hjá veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu. 21 greindist við sóttkvíar- og handahófsskimun.

1525 einkennasýni voru tekin í gær, 433 sýni í sóttkvíar- og handahófsskimunum og 328 sýni í skimunum á vegum Íslenskrar erfðagreiningar. Þá voru tekin 413 sýni í landamæraskimun.

Alls hafa 4.574 greinst með kórónuveiruna hér á landi frá upphafi faraldursins.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×