Lífið

Elísabet Hulda vann Miss Universe Iceland

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Elísabet Hulda hrósar sigri, með kórónu sigurvegarans á kollinum.
Elísabet Hulda hrósar sigri, með kórónu sigurvegarans á kollinum. Arnór Trausti

Elísabet Hulda Snorradóttir bar sigur úr býtum í Gamla Bíói í gærkvöldi þegar lokakeppni Miss Universe Iceland fór fram. Keppendur voru 15 talsins en ólíkt fyrri árum báru keppendur grímur sökum kórónuveirufaraldursins.

Í ár voru aðeins þrír íslenskir dómarar sem dæmdu keppnina, en venjulega hafa erlendir sérfræðingar mætt og dæmt keppnina en vegna ástandsins í heiminum var það ekki mögulegt að þessu sinni.

Í dómnefnd voru þær Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, ungfrú Ísland 1995, Hildur María Leifsdóttir, Miss Universe Iceland 2016, og Aníta Ísey Jónsdóttir, dansari og sviðshöfundur.

Hér að neðan má sjá myndir frá úrslitakvöldinu.

Arnór Trausti
Keppendur voru grímuklæddir, enda telst það góður sóttvarnasiður nú á dögum.Arnór Trausti
Arnór Trausti


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.