Engin Söngvakeppni og Daði í Eurovision Stefán Árni Pálsson skrifar 23. október 2020 11:04 Daði Freyr vann Söngvakeppnina á síðasta ári en fékk ekki að fara í lokakeppnina. Hann mætir samt sem áður á næsta ári. RÚV Tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision-söngvakeppninni í Rotterdam í maí. RÚV leitaði til Daða Freys sem samþykkti að semja lag í keppnina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Lagið Think About Things með Daða og Gagnamagninu sigraði Söngvakeppnina 2020 en vegna COVID-19 var hætt við Eurovision sem átti að fara fram í Rotterdam. Lagið sló þó heldur betur í gegn en það hefur nú þegar þetta er skrifað verið spilað tæplega 55 milljón sinnum á Spotify. Lagið vann áhorfendaverðlaunin í mörgum löndum Evrópu, m.a. í öllum hinum norrænu löndunum. Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV er ánægður með að Daði Freyr hafi þekkst boðið um að taka aftur þátt. Vísir ræddi við Skarphéðinn fyrir ekki svo löngu þegar sá orðrómur fór af stað að Daði myndi keppa fyrir Íslands hönd. „Daði sigraði Söngvakeppnina 2020 með yfirburðum og viðtökurnar við íslenska framlaginu hafa aldrei verið svona góðar. Við erum því afar ánægð og stolt af því að geta sent þennan frábæra tónlistarmann og hans fólk út eins og til stóð að gera síðast. Auðvitað þurfti að skoða margt þegar þessi ákvörðun var tekin en eftir mikla umhugsun fannst okkur þetta það eina rétta í stöðunni, ekki síst í ljósi hinnar fordæmalausu stöðu sem upp kom í ár að engin Eurovision-keppni hafi verið haldin í fyrsta skipti í sögunni. Okkur fannst það bæði rétt og sanngjarnt,“ segir Skarphéðinn og bætir við: „Við teljum að þjóðin vilji eindregið að Daði og Gagnamagnið keppi fyrir okkar hönd í þessari keppni. Auk þess er óvissan svo mikil í dag að það er ekki einu sinni víst að við getum haldið Söngvakeppni í febrúar með almennilegum hætti.“ Allir með Daði Freyr segist vera er afar spenntur fyrir því að fá að standa á Eurovision-sviðinu. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Ástæðan fyrir því að ég keppti í Söngvakeppninni 2020 var til að prófa að fara með Gagnamagnskrökkunum að upplifa Eurovision innan frá. Við stefndum alltaf að því að sjá hversu langt við gætum komist í keppninni og það verður eins á næsta ári. Allt Gagnamagnið verður með. Aðalatriðið í þessu er að það verði gaman en ég held að það sé mest gaman að vinna. Nú vona ég bara að það verði haldin alvöru keppni,“ segir hann. „Ég er kominn með nokkrar pælingar varðandi lagið en ekkert sem er ákveðið. Ég veit reyndar hvernig tónlistarmyndbandið verður og er með nokkur lykilatriði sem þurfa að koma fram í sviðsetningunni, svo ég mun semja lagið í kringum það. Ég mun reyna að semja lag sem passar við atriðið en ekki öfugt, Júró er alveg sér dæmi. En þetta verður stuðlag, það er alveg á hreinu. Allt sem er gaman.“ Enginn Söngvakeppni Það er því ljóst að það verður engin Söngvakeppni á næsta ári. Keppnin hefur verið með allra stærstu sjónvarpsviðburðum landsins síðustu ár en Skarphéðinn biður aðdáendur keppninnar að örvænta ekki. „Við verðum að sjálfsögðu með öfluga tónlistardagskrá í febrúar og mars, á þeim tíma sem Söngvakeppnin hefði farið fram og sú dagskrá mun að einhverju leyti tengjast Söngvakeppninni og Eurovision,“ segir hann. Þegar er hafinn undirbúningur að veglegri dagskrá þar sem tónlist og skemmtun verða í öndvegi. Eurovision-söngvakeppnin verður í Rotterdam 18., 20. og 22. maí 2021. Eurovision Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision-söngvakeppninni í Rotterdam í maí. RÚV leitaði til Daða Freys sem samþykkti að semja lag í keppnina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Lagið Think About Things með Daða og Gagnamagninu sigraði Söngvakeppnina 2020 en vegna COVID-19 var hætt við Eurovision sem átti að fara fram í Rotterdam. Lagið sló þó heldur betur í gegn en það hefur nú þegar þetta er skrifað verið spilað tæplega 55 milljón sinnum á Spotify. Lagið vann áhorfendaverðlaunin í mörgum löndum Evrópu, m.a. í öllum hinum norrænu löndunum. Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV er ánægður með að Daði Freyr hafi þekkst boðið um að taka aftur þátt. Vísir ræddi við Skarphéðinn fyrir ekki svo löngu þegar sá orðrómur fór af stað að Daði myndi keppa fyrir Íslands hönd. „Daði sigraði Söngvakeppnina 2020 með yfirburðum og viðtökurnar við íslenska framlaginu hafa aldrei verið svona góðar. Við erum því afar ánægð og stolt af því að geta sent þennan frábæra tónlistarmann og hans fólk út eins og til stóð að gera síðast. Auðvitað þurfti að skoða margt þegar þessi ákvörðun var tekin en eftir mikla umhugsun fannst okkur þetta það eina rétta í stöðunni, ekki síst í ljósi hinnar fordæmalausu stöðu sem upp kom í ár að engin Eurovision-keppni hafi verið haldin í fyrsta skipti í sögunni. Okkur fannst það bæði rétt og sanngjarnt,“ segir Skarphéðinn og bætir við: „Við teljum að þjóðin vilji eindregið að Daði og Gagnamagnið keppi fyrir okkar hönd í þessari keppni. Auk þess er óvissan svo mikil í dag að það er ekki einu sinni víst að við getum haldið Söngvakeppni í febrúar með almennilegum hætti.“ Allir með Daði Freyr segist vera er afar spenntur fyrir því að fá að standa á Eurovision-sviðinu. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Ástæðan fyrir því að ég keppti í Söngvakeppninni 2020 var til að prófa að fara með Gagnamagnskrökkunum að upplifa Eurovision innan frá. Við stefndum alltaf að því að sjá hversu langt við gætum komist í keppninni og það verður eins á næsta ári. Allt Gagnamagnið verður með. Aðalatriðið í þessu er að það verði gaman en ég held að það sé mest gaman að vinna. Nú vona ég bara að það verði haldin alvöru keppni,“ segir hann. „Ég er kominn með nokkrar pælingar varðandi lagið en ekkert sem er ákveðið. Ég veit reyndar hvernig tónlistarmyndbandið verður og er með nokkur lykilatriði sem þurfa að koma fram í sviðsetningunni, svo ég mun semja lagið í kringum það. Ég mun reyna að semja lag sem passar við atriðið en ekki öfugt, Júró er alveg sér dæmi. En þetta verður stuðlag, það er alveg á hreinu. Allt sem er gaman.“ Enginn Söngvakeppni Það er því ljóst að það verður engin Söngvakeppni á næsta ári. Keppnin hefur verið með allra stærstu sjónvarpsviðburðum landsins síðustu ár en Skarphéðinn biður aðdáendur keppninnar að örvænta ekki. „Við verðum að sjálfsögðu með öfluga tónlistardagskrá í febrúar og mars, á þeim tíma sem Söngvakeppnin hefði farið fram og sú dagskrá mun að einhverju leyti tengjast Söngvakeppninni og Eurovision,“ segir hann. Þegar er hafinn undirbúningur að veglegri dagskrá þar sem tónlist og skemmtun verða í öndvegi. Eurovision-söngvakeppnin verður í Rotterdam 18., 20. og 22. maí 2021.
Eurovision Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“