Telur ríkisstjórnina ætla að keyra öldrunarheimilin í þrot Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2020 10:22 Gísli Páll Pálsson er forstjóri Grundarheimilana og formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Vísir/Egill Forstjóri Grundarheimilanna, dvalar- og hjúkrunarheimila fyrir aldraða, segir ríkisstjórnina viljandi svelta öldrunarheimilin með það að markmiði að rekstrinum verði skilað til ríkisins. Ríkisstjórnin geri allt hvað hún geti til að keyra öldrunarheimilin í þrot. Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna sem reka Grund við Hringbraut og Ás í Hveragerði, er harðorður í föstudagspistli sínum þessa vikuna. Pistillinn ber titilinn „Skammist ykkar“. Þar vísar hann til stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar árið 2017. Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „Einnig verður hugað að því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila en áhersla verður einnig lögð á aðra þjónustuþætti, svo sem heimahjúkrun, dagþjálfun og endurhæfingu.“ Gísli Páll segir raunina hafa verið allt aðra. Rekstrargrundvöllurinn hafi raunar markvisst verið veiktur í tíð ríkisstjórnarinnar sem lýkur haustið 2021. „Sumir segja sem betur fer,“ segir Gísli. Hann nefnir sérstaklega að hann kannist við tvo af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar. Af góðu einu en þann þriðja hafi hann aldrei hitt. Frá setningu tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves á Grund.Vísir/Vilhelm „Í stað þess að auka við fjárframlög umfram launa- og verðlagshækkanir, þá eru hjúkrunarheimilin, auk dvalar- og dagdeildarheimila, krafin um niðurskurð upp á hálft prósent á ári. Árin 2018, 2019, 2020 og nú stendur til að skera enn og aftur niður um hálft prósent skv. fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021. Á sama tíma hefur nær öll önnur heilbrigðisþjónusta fengið hækkanir á fjárlögum umfram launa- og verðlagshækkanir á meðan öldrunarþjónustan situr eftir.“ Gísli Páll er afdráttarlaus í pistli sínum „Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé með vilja gert til að svelta öldrunarheimilin svo mikið að þau gefist upp og skili rekstrinum til ríkisins. Sem er nákvæmlega það sem er að gerast.“ Hann vísar til nýlegra fregna af því að ríkið taki við rekstri öldrunarheimila á Akureyri um áramótin. „Hið sama er uppi á teningnum, misjafnlega langt komið, í Vestmannaeyjum, á Höfn í Hornafirði, Fjarðarbyggð og víðar. Það er ótrúlegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli láta sig engu varða þessa grímulausu ríkisvæðingu öldrunarþjónustunnar. En lengi má manninn reyna og mér sýnist þessi ríkisstjórn ætla að gera allt hvað hún getur til að keyra öldrunarheimilin í þrot.“ Samhliða því neyðist stjórnendur þeirra til að draga úr þjónustu til heimilismanna, þeirra sem hafi byggt upp þetta ágæta þjóðfélag sem við búum í. „Þau eiga það síst skilið.“ Þá hnýtur Gísli Páll um rekstur Landspítalans á biðdeild á Vífilsstöðum og segir ýmsa þjónustu þar lakari en á hjúkrunarheimilum landsins. „Fyrir það greiðir ríkið, sjálfu sér, rúmlega 52 þúsund krónur á sólarhring. Fyrir meiri þjónustu í mun huggulegra húsnæði, í flestum tilfellum, á hjúkrunarheimilum landsins greiðir ríkið aftur á móti eingöngu rúmlega 38 þúsund krónur. Fyrir lakari þjónustu greiðir ríkið 36% hærra verð, sérstakt. Það er þetta með Jónana,“ segir Gísli Páll og vísar í orðtakið um Jón og Séra Jón. Eldri borgarar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Forstjóri Grundarheimilanna, dvalar- og hjúkrunarheimila fyrir aldraða, segir ríkisstjórnina viljandi svelta öldrunarheimilin með það að markmiði að rekstrinum verði skilað til ríkisins. Ríkisstjórnin geri allt hvað hún geti til að keyra öldrunarheimilin í þrot. Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna sem reka Grund við Hringbraut og Ás í Hveragerði, er harðorður í föstudagspistli sínum þessa vikuna. Pistillinn ber titilinn „Skammist ykkar“. Þar vísar hann til stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar árið 2017. Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „Einnig verður hugað að því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila en áhersla verður einnig lögð á aðra þjónustuþætti, svo sem heimahjúkrun, dagþjálfun og endurhæfingu.“ Gísli Páll segir raunina hafa verið allt aðra. Rekstrargrundvöllurinn hafi raunar markvisst verið veiktur í tíð ríkisstjórnarinnar sem lýkur haustið 2021. „Sumir segja sem betur fer,“ segir Gísli. Hann nefnir sérstaklega að hann kannist við tvo af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar. Af góðu einu en þann þriðja hafi hann aldrei hitt. Frá setningu tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves á Grund.Vísir/Vilhelm „Í stað þess að auka við fjárframlög umfram launa- og verðlagshækkanir, þá eru hjúkrunarheimilin, auk dvalar- og dagdeildarheimila, krafin um niðurskurð upp á hálft prósent á ári. Árin 2018, 2019, 2020 og nú stendur til að skera enn og aftur niður um hálft prósent skv. fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021. Á sama tíma hefur nær öll önnur heilbrigðisþjónusta fengið hækkanir á fjárlögum umfram launa- og verðlagshækkanir á meðan öldrunarþjónustan situr eftir.“ Gísli Páll er afdráttarlaus í pistli sínum „Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé með vilja gert til að svelta öldrunarheimilin svo mikið að þau gefist upp og skili rekstrinum til ríkisins. Sem er nákvæmlega það sem er að gerast.“ Hann vísar til nýlegra fregna af því að ríkið taki við rekstri öldrunarheimila á Akureyri um áramótin. „Hið sama er uppi á teningnum, misjafnlega langt komið, í Vestmannaeyjum, á Höfn í Hornafirði, Fjarðarbyggð og víðar. Það er ótrúlegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli láta sig engu varða þessa grímulausu ríkisvæðingu öldrunarþjónustunnar. En lengi má manninn reyna og mér sýnist þessi ríkisstjórn ætla að gera allt hvað hún getur til að keyra öldrunarheimilin í þrot.“ Samhliða því neyðist stjórnendur þeirra til að draga úr þjónustu til heimilismanna, þeirra sem hafi byggt upp þetta ágæta þjóðfélag sem við búum í. „Þau eiga það síst skilið.“ Þá hnýtur Gísli Páll um rekstur Landspítalans á biðdeild á Vífilsstöðum og segir ýmsa þjónustu þar lakari en á hjúkrunarheimilum landsins. „Fyrir það greiðir ríkið, sjálfu sér, rúmlega 52 þúsund krónur á sólarhring. Fyrir meiri þjónustu í mun huggulegra húsnæði, í flestum tilfellum, á hjúkrunarheimilum landsins greiðir ríkið aftur á móti eingöngu rúmlega 38 þúsund krónur. Fyrir lakari þjónustu greiðir ríkið 36% hærra verð, sérstakt. Það er þetta með Jónana,“ segir Gísli Páll og vísar í orðtakið um Jón og Séra Jón.
Eldri borgarar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira