Innlent

Flugvirkjar Landhelgisgæslunnar boða verkfall

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Verkfallið nær til allra verka sem flugvirkjar Landhelgisgæslu Íslands sinna á vegum Landhelgisgæslunnar, að undanskildum lögboðnum löggæslu- og björgunarflugverkefnum.
Verkfallið nær til allra verka sem flugvirkjar Landhelgisgæslu Íslands sinna á vegum Landhelgisgæslunnar, að undanskildum lögboðnum löggæslu- og björgunarflugverkefnum. Vísir/Vilhelm

Flugvirkjafélag Íslands hefur boðað verkfall hjá þeim félagsmönnum sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands.

Það mun að óbreyttu hefjast 5. nóvember klukkan 23:59 að því er segir á vef ríkissáttasemjara.

Átján flugvirkjar voru á kjörskrá og tóku sextán þeirra þátt í atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls.

Fjórtán sögðu já eða 87,5% og tveir tóku ekki afstöðu eða 12,5%.

„Verkfallið nær til allra verka sem flugvirkjar Landhelgisgæslu Íslands sinna á vegum Landhelgisgæslunnar, að undanskildum lögboðnum löggæslu- og björgunarflugverkefnum sem unnin eru á grundvelli laga nr 52/2006 um Landhelgisgæslu Íslands,“ segir á vef ríkissáttasemjara.

Áður boðuðu verkfalli sem átti að hefjast 28. október var aflýst.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×