Innlent

Stærsti eftirskjálftinn yfir fjórir að stærð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Stór hluti Reykjanesskagans er þakinn merkingum fyrir jarðskjálftana sem þar hafa gengið yfir í dag.
Stór hluti Reykjanesskagans er þakinn merkingum fyrir jarðskjálftana sem þar hafa gengið yfir í dag. Veðurstofa Íslands

Um 300 eftirskjálftar hafa mælst í og við svæðið þar sem stóri skjálftinn átti upptök sín í dag.

Þetta segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi.

Stærsti eftirskjálftinn var 4,1 að stærð að sögn Bjarka en sú tala gæti þó verið endurmetin. Hann varð klukkan 15:32 í dag. Þá hafi fjöldi skjálfta mælst yfir þremur.

Bjarki segir að búast megi við áframhaldandi skjálftahrinu í kvöld og nótt. Fólk eigi að búa sig undir að áfram verði skjálftar yfir þremur að stærð og jafnvel fjórum. Enn eru engin merki um gosóróa að sögn Bjarka.

Skjálfti að stærðinni 5,6 reið yfir klukkan 13:43 í dag. Upptök hans voru um fimm kílómetrum vestan við jarðhitasvæðið í Seltúni á Reykjanesi, skammt frá Kleifarvatni. Er þetta einn stærsti skjálfti sem orðið hefur á Reykjanesi í þrjátíu ár.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.