Allt skalf og nötraði hjá þríeykinu sem hélt kúlinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2020 15:24 Þríeykið á einum af fyrstu upplýsingafundunum áður en tveggja metra reglan tók gildi. Vísir/Vilhelm Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason voru saman á fundi í húsakynnum Landlæknis í Katrínartúni 2, Höfðatorgsturninum, þegar stór skjálfti reið yfir suðvesturhornið klukkan 13:43. Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúa Almannavarna sem sat fundinn með þríeykinu í dag, segir alla hafa haldið kyrru fyrir en í framhaldi af skjálftanum yfirgefið bygginguna. „Katrínartúnið er há bygging. Húsið skalf og nötraði,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hann svarar játandi aðspurður hvort allir hafi haldið kúlinu. Kjartan Hreinn Njálsson er aðstoðarmaður landlæknis.Vísir/Vilhelm „Við biðum eftir því að skjálftinn gekk yfir. Að því loknu fórum við út úr byggingunni ásamt öðru samstarfsfólki.“ Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, sat fundinn með fjarfundarbúnaði en hann var staddur á heimili sínu í Hafnarfirði. Jóhann segir þríeykið fyrst hafa séð skjálftann á skjánum, því allt hristist hjá Kjartani enda nær skjálftaupptökunum, en svo fundið fyrir skjálftanum sjálft. „Þetta var óþægilegt,“ segir Jóhann. Jóhann K. Jóhannsson á upplýsingafundi með þeim Víði og Þórólfi.Vísir/Vilhelm „Við sáum fyrst allt hristast hjá honum og svo nokkrum sekúndum síðar þegar skjálftinn náði til okkar. Í minningunni líður mér eins og þetta hafi verið sex, sjö, átta sekúndur.“ Jarðskjálftinn fannst víða á landinu og hafa borist tilkynningar um að myndir hafi fallið af veggjum og smáhlutir dottið úr hillum á Suður- og Vesturlandi. Engar tilkynningar hafa borist um meiðsli á fólki eða tjón á mannvirkjum. Jóhann segir almannavarnir biðla til fólks að kynna sér varnir og viðbúnað við jarðskjálfta á heimasíðu almannavarna. „Svo er áríðandi að þeir sem fundu fyrir skjálftanum tilkynni það,“ segir Jóhann. Það má gera hér. Það muni hjálpa við mat á skjálftanum og við áætlanagerð til framtíðar. Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Lögregla leitar manns Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Sjá meira
Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason voru saman á fundi í húsakynnum Landlæknis í Katrínartúni 2, Höfðatorgsturninum, þegar stór skjálfti reið yfir suðvesturhornið klukkan 13:43. Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúa Almannavarna sem sat fundinn með þríeykinu í dag, segir alla hafa haldið kyrru fyrir en í framhaldi af skjálftanum yfirgefið bygginguna. „Katrínartúnið er há bygging. Húsið skalf og nötraði,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hann svarar játandi aðspurður hvort allir hafi haldið kúlinu. Kjartan Hreinn Njálsson er aðstoðarmaður landlæknis.Vísir/Vilhelm „Við biðum eftir því að skjálftinn gekk yfir. Að því loknu fórum við út úr byggingunni ásamt öðru samstarfsfólki.“ Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, sat fundinn með fjarfundarbúnaði en hann var staddur á heimili sínu í Hafnarfirði. Jóhann segir þríeykið fyrst hafa séð skjálftann á skjánum, því allt hristist hjá Kjartani enda nær skjálftaupptökunum, en svo fundið fyrir skjálftanum sjálft. „Þetta var óþægilegt,“ segir Jóhann. Jóhann K. Jóhannsson á upplýsingafundi með þeim Víði og Þórólfi.Vísir/Vilhelm „Við sáum fyrst allt hristast hjá honum og svo nokkrum sekúndum síðar þegar skjálftinn náði til okkar. Í minningunni líður mér eins og þetta hafi verið sex, sjö, átta sekúndur.“ Jarðskjálftinn fannst víða á landinu og hafa borist tilkynningar um að myndir hafi fallið af veggjum og smáhlutir dottið úr hillum á Suður- og Vesturlandi. Engar tilkynningar hafa borist um meiðsli á fólki eða tjón á mannvirkjum. Jóhann segir almannavarnir biðla til fólks að kynna sér varnir og viðbúnað við jarðskjálfta á heimasíðu almannavarna. „Svo er áríðandi að þeir sem fundu fyrir skjálftanum tilkynni það,“ segir Jóhann. Það má gera hér. Það muni hjálpa við mat á skjálftanum og við áætlanagerð til framtíðar.
Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Lögregla leitar manns Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Sjá meira