Tom Brady og félagar rassskelltu Aaron Rodgers í uppgjöri risanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2020 15:01 Tom Brady þakkar Aaron Rodgers fyrir leikinn eftir stórsigur Tampa Bay Buccaneers liðsins á liði Green Bay Packers. AP/Mark LoMoglio Tennessee Titans og Pittsburgh Steelers unnu bæði leiki sína í NFL-deildinni um helgina og hafa því unnið fyrstu fimm leiki sína eins og Seattle Seahawks. Þetta eru einu ósigruðu liðin í deildinni. Green Bay Packers tapaði hins vegar sínum fyrsta leik á NFL-tímabilinu í gær og það var enginn smáskellur þegar tveir af bestu leikstjórnendum deildarinnar mættust. Mikið var látið með einvígi Tom Brady og Aaron Rodgers í gær enda tveir af bestu leikstjórnendum síðustu áratuga. Brady hefur unnið miklu fleiri titla en það efast enginn um einstaklingshæfileika Rodgers. Aaron Rodgers var búinn að gera góða hluti á þessari leiktíð en lenti á vegg í gær. THE FIRST GRONK SPIKE IN TAMPA BAY. #GoBucs : #GBvsTB on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/qYnOYOB3CA pic.twitter.com/0owbPmWXV4— NFL (@NFL) October 18, 2020 Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers fóru nefnilega illa með Green Bay Packers liðið og unnu leikinn 38-10. Þetta var enn meiri skellur því Packers komst í 10-0 í upphafi leiks en eftir að Aaron Rodgers kastaði boltanum frá sér í tvígang fór allt í baklás hjá Green Bay Packers liðinu. Tom Brady kastaði fyrir tveimur snertimökum og alls 166 jarda. Önnur snertimarkssendingin hans var á innherjann Rob Gronkowski en þessi var númer 91 frá Brady á Gronk á ferlinum. Hlauparinn Ronald Jones II skoraði tvö snertimörk og Buccaneers vörnin var frábær. PICK 6! Jamel Dean takes it to the house! #GoBucs : #GBvsTB on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/qYnOYOB3CA pic.twitter.com/qk0Tn7O45M— NFL (@NFL) October 18, 2020 Tennessee Titans vann sinn fimmta leik í röð og það mjög dramatískan sigur á Houston Texans í framlengingu. Hlauparinn Derrick Henry átti rosalegan leik og tryggði á endanum Titans liðinu sigur með snertimarki í framlengingu en áður höfðu leikmenn Tennessee Titans tryggt sér framlenginguna á lokasekúndum leiksins. Derrick Henry skoraði tvö snertimörk í leiknum og annað þeirra eftir 94 jarda sprett. Hann hljóp alls 212 jarda með boltann í leiknum. DERRICK HENRY 94-YARD TOUCHDOWN RUN! @KingHenry_2 : #HOUvsTEN on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/Qh00dKLKr7 pic.twitter.com/Vverod2lYc— NFL (@NFL) October 18, 2020 Pittsburgh Steelers er líka á miklu skriði og vann sannfærandi 38-7 sigur á Cleveland Browns. Hlauparinn James Conner fór 101 jarda með boltann og skoraði eitt snertimark og nýliðinn Chase Claypool heldur áfram að heilla með mögnuðum tilþrifum. Lamar Jackson og félagar í Baltimore Ravens hafa unnið fimm af sex leikjum sínum eftir 30-28 sigur á Philadelphia Eagles þar sem Ernirnir voru nálægt því að stela sigrinum með svakalegum lokaspretti. Chicago Bears hefur líka unnið fimm af sex leikjum sínum eftir 23-15 sigur á Carolina Panthers. New York Jets liðið er alveg hræðilega lélegt en liðið tapaði 24-0 á móti Miami Dolphins í gær. Jets hefur tapað sex fyrstu leikjum sínum og flestum þeirra með stórum mun. New York Giants og Atlanta Falcons unnu aftur á móti bæði fyrstu leiki sína á leiktíðinni en Fálkarnir fóru á kostum í 40-23 útisigri á Minnesota Vikings en Giants liðið vann nauman 20-19 sigur á Washington Football Team. Sparkarinn Brandon McManus hjá Denver Broncos átti merkilegan dag því hann skoraði sex vallarmörk og öll átján stigin í 18-12 útisigri á New England Patriots. San Francisco 49ers endaði tveggja leikja taphrinu með 24-16 sigri á Los Angeles Rams eftir að hafa komist í 21-6 í fyrri hálfleik. Jimmy Garoppolo var aftur heill og kastaði fyrir þremur snertimörkum í fyrri hálfleiknum. Garoppolo to Aiyuk extends the @49ers lead to 21-6! #FTTB : #LARvsSF on NBC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/eU4vXTG8PW pic.twitter.com/HDDLG7omfq— NFL (@NFL) October 19, 2020 Úrslitin í NFL-deildinni í gær: San Francisco 49ers - Los Angeles Rams 24-16 Carolina Panthers - Chicago Bears 16-23 Indianapolis Colts - Cincinnati Bengals 31-27 Jacksonville Jaguars - Detroit Lions 16-34 Minnesota Vikings - Atlanta Falcons 23-40 New England Patriots - Denver Broncos 12-18 New York Giants - Washington Football Team 20-19 hiladelphia Eagles - Baltimore Ravens 28-30 Pittsburgh Steelers - Cleveland Browns 38-7 Tennessee Titans - Houston Texans 42-36 Miami Dolphins - New York Jets 24-0 Tampa Bay Buccaneers - Green Bay Packers 38-10 NFL Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Eygló og Raj urðu Reykjavíkurmeistarar Tryllt eftirspurn eftir miðum Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Tólf ára sundstelpa slær í gegn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Sjá meira
Tennessee Titans og Pittsburgh Steelers unnu bæði leiki sína í NFL-deildinni um helgina og hafa því unnið fyrstu fimm leiki sína eins og Seattle Seahawks. Þetta eru einu ósigruðu liðin í deildinni. Green Bay Packers tapaði hins vegar sínum fyrsta leik á NFL-tímabilinu í gær og það var enginn smáskellur þegar tveir af bestu leikstjórnendum deildarinnar mættust. Mikið var látið með einvígi Tom Brady og Aaron Rodgers í gær enda tveir af bestu leikstjórnendum síðustu áratuga. Brady hefur unnið miklu fleiri titla en það efast enginn um einstaklingshæfileika Rodgers. Aaron Rodgers var búinn að gera góða hluti á þessari leiktíð en lenti á vegg í gær. THE FIRST GRONK SPIKE IN TAMPA BAY. #GoBucs : #GBvsTB on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/qYnOYOB3CA pic.twitter.com/0owbPmWXV4— NFL (@NFL) October 18, 2020 Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers fóru nefnilega illa með Green Bay Packers liðið og unnu leikinn 38-10. Þetta var enn meiri skellur því Packers komst í 10-0 í upphafi leiks en eftir að Aaron Rodgers kastaði boltanum frá sér í tvígang fór allt í baklás hjá Green Bay Packers liðinu. Tom Brady kastaði fyrir tveimur snertimökum og alls 166 jarda. Önnur snertimarkssendingin hans var á innherjann Rob Gronkowski en þessi var númer 91 frá Brady á Gronk á ferlinum. Hlauparinn Ronald Jones II skoraði tvö snertimörk og Buccaneers vörnin var frábær. PICK 6! Jamel Dean takes it to the house! #GoBucs : #GBvsTB on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/qYnOYOB3CA pic.twitter.com/qk0Tn7O45M— NFL (@NFL) October 18, 2020 Tennessee Titans vann sinn fimmta leik í röð og það mjög dramatískan sigur á Houston Texans í framlengingu. Hlauparinn Derrick Henry átti rosalegan leik og tryggði á endanum Titans liðinu sigur með snertimarki í framlengingu en áður höfðu leikmenn Tennessee Titans tryggt sér framlenginguna á lokasekúndum leiksins. Derrick Henry skoraði tvö snertimörk í leiknum og annað þeirra eftir 94 jarda sprett. Hann hljóp alls 212 jarda með boltann í leiknum. DERRICK HENRY 94-YARD TOUCHDOWN RUN! @KingHenry_2 : #HOUvsTEN on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/Qh00dKLKr7 pic.twitter.com/Vverod2lYc— NFL (@NFL) October 18, 2020 Pittsburgh Steelers er líka á miklu skriði og vann sannfærandi 38-7 sigur á Cleveland Browns. Hlauparinn James Conner fór 101 jarda með boltann og skoraði eitt snertimark og nýliðinn Chase Claypool heldur áfram að heilla með mögnuðum tilþrifum. Lamar Jackson og félagar í Baltimore Ravens hafa unnið fimm af sex leikjum sínum eftir 30-28 sigur á Philadelphia Eagles þar sem Ernirnir voru nálægt því að stela sigrinum með svakalegum lokaspretti. Chicago Bears hefur líka unnið fimm af sex leikjum sínum eftir 23-15 sigur á Carolina Panthers. New York Jets liðið er alveg hræðilega lélegt en liðið tapaði 24-0 á móti Miami Dolphins í gær. Jets hefur tapað sex fyrstu leikjum sínum og flestum þeirra með stórum mun. New York Giants og Atlanta Falcons unnu aftur á móti bæði fyrstu leiki sína á leiktíðinni en Fálkarnir fóru á kostum í 40-23 útisigri á Minnesota Vikings en Giants liðið vann nauman 20-19 sigur á Washington Football Team. Sparkarinn Brandon McManus hjá Denver Broncos átti merkilegan dag því hann skoraði sex vallarmörk og öll átján stigin í 18-12 útisigri á New England Patriots. San Francisco 49ers endaði tveggja leikja taphrinu með 24-16 sigri á Los Angeles Rams eftir að hafa komist í 21-6 í fyrri hálfleik. Jimmy Garoppolo var aftur heill og kastaði fyrir þremur snertimörkum í fyrri hálfleiknum. Garoppolo to Aiyuk extends the @49ers lead to 21-6! #FTTB : #LARvsSF on NBC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/eU4vXTG8PW pic.twitter.com/HDDLG7omfq— NFL (@NFL) October 19, 2020 Úrslitin í NFL-deildinni í gær: San Francisco 49ers - Los Angeles Rams 24-16 Carolina Panthers - Chicago Bears 16-23 Indianapolis Colts - Cincinnati Bengals 31-27 Jacksonville Jaguars - Detroit Lions 16-34 Minnesota Vikings - Atlanta Falcons 23-40 New England Patriots - Denver Broncos 12-18 New York Giants - Washington Football Team 20-19 hiladelphia Eagles - Baltimore Ravens 28-30 Pittsburgh Steelers - Cleveland Browns 38-7 Tennessee Titans - Houston Texans 42-36 Miami Dolphins - New York Jets 24-0 Tampa Bay Buccaneers - Green Bay Packers 38-10
Úrslitin í NFL-deildinni í gær: San Francisco 49ers - Los Angeles Rams 24-16 Carolina Panthers - Chicago Bears 16-23 Indianapolis Colts - Cincinnati Bengals 31-27 Jacksonville Jaguars - Detroit Lions 16-34 Minnesota Vikings - Atlanta Falcons 23-40 New England Patriots - Denver Broncos 12-18 New York Giants - Washington Football Team 20-19 hiladelphia Eagles - Baltimore Ravens 28-30 Pittsburgh Steelers - Cleveland Browns 38-7 Tennessee Titans - Houston Texans 42-36 Miami Dolphins - New York Jets 24-0 Tampa Bay Buccaneers - Green Bay Packers 38-10
NFL Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Eygló og Raj urðu Reykjavíkurmeistarar Tryllt eftirspurn eftir miðum Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Tólf ára sundstelpa slær í gegn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Sjá meira