Innlent

Býður sig fram til vara­for­seta ASÍ

Sylvía Hall skrifar
Ragnar Þór Ingólfsson.
Ragnar Þór Ingólfsson. Vísir/Vilhelm

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til embættis varaforseta á þingi Alþýðusambands Íslands í næstu viku. Þetta staðfestir Ragnar í samtali við Morgunblaðið og segir hann mikilvægt að verkalýðshreyfingin vinni í eina átt á tímum sem þessum.

Tvö varaforsetaembætti eru innan Alþýðusambandsins. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, er 1. varaforseti ASÍ og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er 2. varaforseti.

Ragnar segist vona að framboðið sé hluti af þeirri vegferð að „þétta raðirnar“. Stór verkefni séu fram undan fyrir hag einstaklinga og heimila. Samfélagið þurfi að vera samstíga í því að takast á við kreppuna sem fylgir kórónuveirufaraldrinum.

Þingið verður sett á miðvikudag í næstu viku og er framboðsfrestur ekki liðinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×