Bó mun syngja fyrir tómum sal á jólatónleikum Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2020 08:46 Jólagestir Björgvins hafa verið einhverjir vinsælustu jólatónleikarnir á ári hverju. Peter Fjeldsted Stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson mun syngja fyrir tómum sal á árlegum jólatónleikum sínum, Jólagestum Björgvins, í ár. Ísleifur B. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, segir frá þessu í samtali við Morgunblaðið, en ástæðuna má að sjálfsögðu rekja til kórónuveiruvaraldursins. Verið sé að leita nýrra lausna og hugmyndin að halda tónleikana fyrir framan myndavélar. Þannig verði hægt að sjá þá í öllum heiminum. Fjölmargir Íslendingar hafa haft það sem hefð að sækja jólatónleika á aðventu, en mikil óvissa ríkir nú um viðburðina sem skipulagir voru í ár. Tuttugu manna samkomubann er nú í gildi og hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagt að varlega þurfi að fara í að aflétta öllum samkomutakmörkunum. Einhverjir tónleikarnir enn á dagskrá Blaðið hefur eftir Hrefnu Sif Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Tix, að einhverjir tónlistarmenn hafi nú þegar hætt við jólatónleika í ár. Baggalútur, Bubbi, Friðrik Ómar og Geir Ólafs stefni þó enn að tónleikahaldi um jólin. Emmsé Gauti sagði í samtali við fréttastofu á mánudag að fyrirhugaðir jólatónleikar hans – Julevenner Emmsjé Gauta – verði ekki í hefðbundinni mynd að þessu sinni. Bragi Valdimar Skúlason, tónlistarmaður, textasmiður og einn af meðlimum Baggalúts, sagðist í samtali við Vísi um helgina að hann hefði áhyggjur af stöðunni, en sveitin hefur haldið eina vinsælustu jólatónleika á landinu undanfarin ár. Sagði hann að vel hafi selst á jólatónleikana, en samkomutakmarkanirnar setji þó stórt strik í reikninginn. „Þetta er náttúrulega bara skelfilegt. Við erum með nálægt 40 manns okkar megin í vinnu við þetta, svo er allt Háskólabíó nánast undirlagt af þessu, þannig það er allt starfsfólkið þar. Eins og þetta lítur út núna þá verður ekki mikið fjör,“ segir Bragi Valdimar. Þó segir hann að Baggalútsmenn haldi í bjartsýnina þar sem ekkert sé öruggt þegar kemur að stöðunni í desember. Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Verður staðartónskáld Sinfó Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Sjá meira
Stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson mun syngja fyrir tómum sal á árlegum jólatónleikum sínum, Jólagestum Björgvins, í ár. Ísleifur B. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, segir frá þessu í samtali við Morgunblaðið, en ástæðuna má að sjálfsögðu rekja til kórónuveiruvaraldursins. Verið sé að leita nýrra lausna og hugmyndin að halda tónleikana fyrir framan myndavélar. Þannig verði hægt að sjá þá í öllum heiminum. Fjölmargir Íslendingar hafa haft það sem hefð að sækja jólatónleika á aðventu, en mikil óvissa ríkir nú um viðburðina sem skipulagir voru í ár. Tuttugu manna samkomubann er nú í gildi og hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagt að varlega þurfi að fara í að aflétta öllum samkomutakmörkunum. Einhverjir tónleikarnir enn á dagskrá Blaðið hefur eftir Hrefnu Sif Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Tix, að einhverjir tónlistarmenn hafi nú þegar hætt við jólatónleika í ár. Baggalútur, Bubbi, Friðrik Ómar og Geir Ólafs stefni þó enn að tónleikahaldi um jólin. Emmsé Gauti sagði í samtali við fréttastofu á mánudag að fyrirhugaðir jólatónleikar hans – Julevenner Emmsjé Gauta – verði ekki í hefðbundinni mynd að þessu sinni. Bragi Valdimar Skúlason, tónlistarmaður, textasmiður og einn af meðlimum Baggalúts, sagðist í samtali við Vísi um helgina að hann hefði áhyggjur af stöðunni, en sveitin hefur haldið eina vinsælustu jólatónleika á landinu undanfarin ár. Sagði hann að vel hafi selst á jólatónleikana, en samkomutakmarkanirnar setji þó stórt strik í reikninginn. „Þetta er náttúrulega bara skelfilegt. Við erum með nálægt 40 manns okkar megin í vinnu við þetta, svo er allt Háskólabíó nánast undirlagt af þessu, þannig það er allt starfsfólkið þar. Eins og þetta lítur út núna þá verður ekki mikið fjör,“ segir Bragi Valdimar. Þó segir hann að Baggalútsmenn haldi í bjartsýnina þar sem ekkert sé öruggt þegar kemur að stöðunni í desember.
Jól Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Verður staðartónskáld Sinfó Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Sjá meira