Sex smit rakin til morgunsunds á Hrafnagili Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2020 17:40 Sundlaugin Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Mynd/NorthIceland.is Svo virðist sem rekja megi uppruna covid-19 smits í sex af þeim átta tilfellum, sem staðfest hafa verið í Eyjafjarðarsveit, til sundlaugarinnar á Hrafnagili í byrjun síðustu viku. Smitrakningarteymi vinnur nú að rakningu en svo virðist sem hægt sé að rekja þau flest saman að því er fram kemur í tilkynningu frá sveitarfélaginu. „Það er ákveðinn hópur sem að mætir reglulega í morgunsund, svona einangraður hópur, sem að hefur lent í þessu smiti og vonandi eru tilfellin tiltölulega einangruð út frá því,“ segir Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit í samtali við Vísi. Hann segir þau smit sem upp hafa komið í sveitarfélaginu til þessa ekki hafa teljandi áhrif á starfsemi þess. „Það fór eitt smit af stað föstudaginn síðasta og þá ákváðum við strax að herða aðgerðir hjá okkur af því þetta er svo lítið samfélag og þá jukum við við sóttvarnir í skólunum og drógum úr samgangi og lokuðum meðal annars á sundlaugina fyrir klukkan fjögur, það er að segja á meðan skólatími var,“ segir Finnur. „Þessi tilfelli sem eru að koma upp núna eru ekki að hafa áhrif umfram það, alla veganna ekki að svo stöddu. Við vinnum bara mjög náið með aðgerðastjórninni hérna fyrir norðan og þeir hjálpa okkur að taka ákvarðanir ef að við þurfum að bregðast meira við.“ Ekki hafi að svo stöddu þótt tilefni til þess að loka sundlauginni. „Af því að þetta er svo einangrað, og það einangrað við ákveðinn hóp og ákveðinn tíma skilst mér, þannig að þeir hafa rekið það á mjög afmarkaðan tíma á mjög afmarkaðan hátt,“ segir Finnur. Næstu dagar muni leiða það betur í ljós hvort þeim muni fjölga sem reynist smitaðir eða sem þurfi að fara í sóttkví. Þá er honum ekki kunnugt um nein tilfelli meðal barna, foreldra eða kennara í leik- og grunnskóla. Nokkur börn og foreldrar séu þó í sóttkví. Eyjafjarðarsveit Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira
Svo virðist sem rekja megi uppruna covid-19 smits í sex af þeim átta tilfellum, sem staðfest hafa verið í Eyjafjarðarsveit, til sundlaugarinnar á Hrafnagili í byrjun síðustu viku. Smitrakningarteymi vinnur nú að rakningu en svo virðist sem hægt sé að rekja þau flest saman að því er fram kemur í tilkynningu frá sveitarfélaginu. „Það er ákveðinn hópur sem að mætir reglulega í morgunsund, svona einangraður hópur, sem að hefur lent í þessu smiti og vonandi eru tilfellin tiltölulega einangruð út frá því,“ segir Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit í samtali við Vísi. Hann segir þau smit sem upp hafa komið í sveitarfélaginu til þessa ekki hafa teljandi áhrif á starfsemi þess. „Það fór eitt smit af stað föstudaginn síðasta og þá ákváðum við strax að herða aðgerðir hjá okkur af því þetta er svo lítið samfélag og þá jukum við við sóttvarnir í skólunum og drógum úr samgangi og lokuðum meðal annars á sundlaugina fyrir klukkan fjögur, það er að segja á meðan skólatími var,“ segir Finnur. „Þessi tilfelli sem eru að koma upp núna eru ekki að hafa áhrif umfram það, alla veganna ekki að svo stöddu. Við vinnum bara mjög náið með aðgerðastjórninni hérna fyrir norðan og þeir hjálpa okkur að taka ákvarðanir ef að við þurfum að bregðast meira við.“ Ekki hafi að svo stöddu þótt tilefni til þess að loka sundlauginni. „Af því að þetta er svo einangrað, og það einangrað við ákveðinn hóp og ákveðinn tíma skilst mér, þannig að þeir hafa rekið það á mjög afmarkaðan tíma á mjög afmarkaðan hátt,“ segir Finnur. Næstu dagar muni leiða það betur í ljós hvort þeim muni fjölga sem reynist smitaðir eða sem þurfi að fara í sóttkví. Þá er honum ekki kunnugt um nein tilfelli meðal barna, foreldra eða kennara í leik- og grunnskóla. Nokkur börn og foreldrar séu þó í sóttkví.
Eyjafjarðarsveit Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira