Grímsvatnagos það síðasta sem alþjóðaflug þarf núna Kristján Már Unnarsson skrifar 10. október 2020 10:06 Frá síðasta Grímsvatnagosi í maí 2011. Myndin var tekin kvöldið sem gosið hófst. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Við verðum bara að bíða og fylgjast með Grímsvötnum. Það er án efa það síðasta sem við þurfum á árinu 2020,“ segir í niðurlagi greinar á hinni vinsælu flugfréttasíðu alþjóðaflugsins Simple Flying. Þar er ítarlega fjallað um hugsanleg áhrif eldgoss í Grímsvötnum í Vatnajökli í tilefni þess að í síðustu viku færði Veðurstofa Íslands litakóða alþjóðaflugs yfir á gula viðvörun gagnvart þessari virkustu eldstöð Íslands. Í fréttum Stöðvar 2 í sumar var greint frá vísbendingum um að Grímsvötn búi sig undir eldgos, sem eru meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass. Sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og að hlaup úr þeim á næstu mánuðum gæti leitt til goss. Í grein Simply Flying í gær, sem vísar meðal annars til umfjöllunar Yahoo News og eTurbonews, segir að flugiðnaðurinn sé núna í afar brothættri stöðu vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Þótt farþegarnir séu færri þessa dagana séu flugvélarnar samt enn að fljúga með verðmæta frakt sem hafi mikla fjárhagslega þýðingu. „Mörg flugfélög - og alþjóðleg hagkerfi - hafa þegar orðið fyrir miklum hremmingum vegna atburða þessa árs. Eldgos sem leiðir til stöðvunar flugs yfir Atlantshafið myndi hafa neikvæð áhrif á hagkerfi beggja vegna Atlantsála - jafnvel þótt það endist aðeins í viku,“ segir fréttasíðan, sem sjálf skilgreinir sig sem stærsta fréttamiðil flugheimsins. Þar er minnt á þau gríðarlegu áhrif sem eldgosið í Eyjafjallajökli hafði á flugið árið 2010. Þá hafi síðasta Grímsvatnagos árið 2011 einnig leitt til lokana íslenska loftrýmisins með þeim afleiðingum að 900 flugferðum var aflýst. Hér má sjá myndir frá fyrstu klukkustundum Grímsvatnagossins vorið 2011: Grímsvötn Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Tengdar fréttir Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Tíu ár í dag liðin frá lokum eldgossins í Eyjafjallajökli Tíu ár eru í dag liðin frá því eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli. Öskugosið fræga í toppgígnum, sem ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins og raskaði flugumferð í Evrópu vikum saman, hófst 14. apríl. Aðdragandi þess var hraungos á Fimmvörðuhálsi. 23. maí 2020 13:40 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
„Við verðum bara að bíða og fylgjast með Grímsvötnum. Það er án efa það síðasta sem við þurfum á árinu 2020,“ segir í niðurlagi greinar á hinni vinsælu flugfréttasíðu alþjóðaflugsins Simple Flying. Þar er ítarlega fjallað um hugsanleg áhrif eldgoss í Grímsvötnum í Vatnajökli í tilefni þess að í síðustu viku færði Veðurstofa Íslands litakóða alþjóðaflugs yfir á gula viðvörun gagnvart þessari virkustu eldstöð Íslands. Í fréttum Stöðvar 2 í sumar var greint frá vísbendingum um að Grímsvötn búi sig undir eldgos, sem eru meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass. Sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og að hlaup úr þeim á næstu mánuðum gæti leitt til goss. Í grein Simply Flying í gær, sem vísar meðal annars til umfjöllunar Yahoo News og eTurbonews, segir að flugiðnaðurinn sé núna í afar brothættri stöðu vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Þótt farþegarnir séu færri þessa dagana séu flugvélarnar samt enn að fljúga með verðmæta frakt sem hafi mikla fjárhagslega þýðingu. „Mörg flugfélög - og alþjóðleg hagkerfi - hafa þegar orðið fyrir miklum hremmingum vegna atburða þessa árs. Eldgos sem leiðir til stöðvunar flugs yfir Atlantshafið myndi hafa neikvæð áhrif á hagkerfi beggja vegna Atlantsála - jafnvel þótt það endist aðeins í viku,“ segir fréttasíðan, sem sjálf skilgreinir sig sem stærsta fréttamiðil flugheimsins. Þar er minnt á þau gríðarlegu áhrif sem eldgosið í Eyjafjallajökli hafði á flugið árið 2010. Þá hafi síðasta Grímsvatnagos árið 2011 einnig leitt til lokana íslenska loftrýmisins með þeim afleiðingum að 900 flugferðum var aflýst. Hér má sjá myndir frá fyrstu klukkustundum Grímsvatnagossins vorið 2011:
Grímsvötn Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Tengdar fréttir Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Tíu ár í dag liðin frá lokum eldgossins í Eyjafjallajökli Tíu ár eru í dag liðin frá því eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli. Öskugosið fræga í toppgígnum, sem ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins og raskaði flugumferð í Evrópu vikum saman, hófst 14. apríl. Aðdragandi þess var hraungos á Fimmvörðuhálsi. 23. maí 2020 13:40 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06
Tíu ár í dag liðin frá lokum eldgossins í Eyjafjallajökli Tíu ár eru í dag liðin frá því eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli. Öskugosið fræga í toppgígnum, sem ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins og raskaði flugumferð í Evrópu vikum saman, hófst 14. apríl. Aðdragandi þess var hraungos á Fimmvörðuhálsi. 23. maí 2020 13:40