Friðarsúlan var tendruð í Viðey Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2020 20:15 Friðarsúlan verður tendruð, eða öllu heldur kveikt á henni, klukkan 21. Höfuðborgarstofa Friðarsúlan í Viðey, listaverk Yoko Ono, var tendruð í 14. sinn á fæðingardegi tónlistarmannsins Johns Lennon sem hefði orðið áttræður í dag. Tendrunin var á dagskrá klukkan 21 og var í beinu streymi á Vísi. Friðarsúlan mun varpa ljósi upp í himininn til 8. desember sem er dánardagur Lennons. Vegna heimsfaraldurs COVID-19 var enginn viðburður í Viðey í tengslum við tendrunina. Streymt var beint frá tendruninni þar sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flutti stutt ávarp og að því loknu var kveikt á Friðarsúlunni. Fólk var hvatt til þess að fylgjast með tendrun Friðarsúlunnar og hugsa um frið. Það var ósk Yoko Ono að súlan risi í Reykjavík þar sem Ísland er friðsamt, herlaust land, staðsett mitt á milli Norður Ameríku og Evrópu. Verkið er í formi „óskabrunns“ þar sem grafið er á orðin „Hugsa sér frið“ á 24 tungumálum. Upp úr brunninum stígur ljóssúla sem er saman sett úr fimmtán geislum sem sameinast í einu sterku ljósi. Að neðan má sjá myndband sem Cat Gundry-Beck gerði frá athöfninni í fyrra. Verkið er nátengt öðru listaverki Yoko Ono; Óskatré (e. Wish Tree) frá 1996. Yoko Ono býður fólki að skrifa persónulegar óskir um frið og hengja á greinar þar til gerðra trjáa sem komið er fyrir á völdum stöðum í heiminum, til dæmis í húsakynnum Listasafns Reykjavíkur ár hvert í tengslum við tendrun Friðarsúlunnar. Óskirnar telja nú yfir eina milljón en þeim er safnað saman og komið fyrir í Friðarsúlunnar. Ljósgeisli súlunnar lýsir svo á táknrænan hátt óskum fólks frá öllum heimshornum upp í himinhvolfið, hvatningarljós friðar og samstöðu. Reykjavík Friðarsúlan í Viðey Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira
Friðarsúlan í Viðey, listaverk Yoko Ono, var tendruð í 14. sinn á fæðingardegi tónlistarmannsins Johns Lennon sem hefði orðið áttræður í dag. Tendrunin var á dagskrá klukkan 21 og var í beinu streymi á Vísi. Friðarsúlan mun varpa ljósi upp í himininn til 8. desember sem er dánardagur Lennons. Vegna heimsfaraldurs COVID-19 var enginn viðburður í Viðey í tengslum við tendrunina. Streymt var beint frá tendruninni þar sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flutti stutt ávarp og að því loknu var kveikt á Friðarsúlunni. Fólk var hvatt til þess að fylgjast með tendrun Friðarsúlunnar og hugsa um frið. Það var ósk Yoko Ono að súlan risi í Reykjavík þar sem Ísland er friðsamt, herlaust land, staðsett mitt á milli Norður Ameríku og Evrópu. Verkið er í formi „óskabrunns“ þar sem grafið er á orðin „Hugsa sér frið“ á 24 tungumálum. Upp úr brunninum stígur ljóssúla sem er saman sett úr fimmtán geislum sem sameinast í einu sterku ljósi. Að neðan má sjá myndband sem Cat Gundry-Beck gerði frá athöfninni í fyrra. Verkið er nátengt öðru listaverki Yoko Ono; Óskatré (e. Wish Tree) frá 1996. Yoko Ono býður fólki að skrifa persónulegar óskir um frið og hengja á greinar þar til gerðra trjáa sem komið er fyrir á völdum stöðum í heiminum, til dæmis í húsakynnum Listasafns Reykjavíkur ár hvert í tengslum við tendrun Friðarsúlunnar. Óskirnar telja nú yfir eina milljón en þeim er safnað saman og komið fyrir í Friðarsúlunnar. Ljósgeisli súlunnar lýsir svo á táknrænan hátt óskum fólks frá öllum heimshornum upp í himinhvolfið, hvatningarljós friðar og samstöðu.
Reykjavík Friðarsúlan í Viðey Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira