Vesturbæingar ánægðastir með göngugötur en Grafarvogsbúar neikvæðastir Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. október 2020 17:35 Frá göngugötu á Laugaveginum í sumar. Vísir/vilhelm Ánægja með göngugötur í miðborginni eykst á milli ára. Fólk sem nýtir sér göngugötur er almennt ánægðara með þær en fólk sem heimsækir þær sjaldnar. Því nær göngugötusvæðum sem fólk er búsett, því jákvæðara er það. Mest ánægja með göngugötur er meðal Vesturbæinga en Grafarvogsbúar eru neikvæðastir. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Maskínu sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg í september. 67,2% Reykvíkinga eru jákvæðir gagnvart göngugötum í ár miðað við 64,5% árið 2019 og eru því tveir af hverjum þremur borgarbúum með jákvætt viðhorf til göngugatna. Neikvæðum fækkar úr 20,3% í 16,1%. Um helmingur fólks segir göngugötusvæðið hæfilega stórt en þeim sem finnst svæðið of lítið fjölgar úr 19,3% 2019 í 23,6% í ár. Að sama skapi fækkar þeim um fjögur prósentustig sem finnst svæðið of stórt, í 24,3%. Þau sem heimsækja göngugötur í miðborginni vikulega eða oftar eru jákvæðust eða 82% og hefur fjölgað í þessum hópi frá fyrra ári. Þau sem heimsækja göngugötur 1-3 sinnum í mánuði eru einnig ánægðari en áður 76% þessa hóps er jákvæður gagnvart göngugötum í ár miðað við 68% í fyrra. Þau sem sækja göngugötur heim sjaldnar en mánaðarlega eru síst jákvæð gagnvart göngugötum eða 42%. Milli ára dregur úr neikvæðni í öllum þremur hópum um fjögur til fimm prósentustig. Mikill munur er á milli hverfa borgarinnar hvað viðhorfið varðar. Íbúar í miðborginni og hverfanna næst henni eru jákvæðastir gagnvart göngugötum en jákvæðastir eru Vesturbæingar, eða 89%. Þegar kemur að Breiðholti, Árbæ, Grafarholti og Úlfarsárdal lækkar ánægjan en neikvæðastir eru íbúar Grafarvogs. Þar eru 26% með neikvætt viðhorf til göngugatna. Könnunin var lögð fyrir Reykvíkinga í Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá. Könnunin fór fram á netinu dagana 8. - 17. september 2020. Svarendur voru 884 talsins, 18 ára og eldri úr öllum hverfum Reykjavíkurborgar. Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Sannfærð um að bíllinn myndi stoppa þangað til hún sá framan í ökumanninn Kona sem forðaði sér og tæplega þriggja ára syni sínum naumlega undan bíl sem ekið var á miklum hraða niður göngugötu á Laugavegi um helgina segir atvikið hafa verið erfiða lífsreynslu. 18. september 2020 07:00 Segja leigubílstjóra hafa sýnt frekar slæma hegðun í umferðinni Í tilkynningu segir að lögregluþjónar hafi horft á leigubílstjóra í eftirlitsmyndavélum og séð þá aka ítrekað eftir gangstéttum og göngugötum og þeir hafi sömuleiðis stöðvað á gatnamótum og truflað umferð. 4. október 2020 08:09 Aðeins þriðjungur velur bílinn Nýleg könnun Maskínu um ferðavenjur á höfuðborgarsvæðinu er um margt áhugaverð. Fjöldi þeirra sem aka til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu fækkar úr 71,7% á seinasta ári í 63,3% í ár. 17. september 2020 15:00 Bolli í 17 úthúðar borgarstjóra í tveggja síðna auglýsingu í Morgunblaðinu Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum hefur verið kenndur við verslunina 17, stendur að tveggja blaðsíðna auglýsingu í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. 17. september 2020 08:35 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Ánægja með göngugötur í miðborginni eykst á milli ára. Fólk sem nýtir sér göngugötur er almennt ánægðara með þær en fólk sem heimsækir þær sjaldnar. Því nær göngugötusvæðum sem fólk er búsett, því jákvæðara er það. Mest ánægja með göngugötur er meðal Vesturbæinga en Grafarvogsbúar eru neikvæðastir. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Maskínu sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg í september. 67,2% Reykvíkinga eru jákvæðir gagnvart göngugötum í ár miðað við 64,5% árið 2019 og eru því tveir af hverjum þremur borgarbúum með jákvætt viðhorf til göngugatna. Neikvæðum fækkar úr 20,3% í 16,1%. Um helmingur fólks segir göngugötusvæðið hæfilega stórt en þeim sem finnst svæðið of lítið fjölgar úr 19,3% 2019 í 23,6% í ár. Að sama skapi fækkar þeim um fjögur prósentustig sem finnst svæðið of stórt, í 24,3%. Þau sem heimsækja göngugötur í miðborginni vikulega eða oftar eru jákvæðust eða 82% og hefur fjölgað í þessum hópi frá fyrra ári. Þau sem heimsækja göngugötur 1-3 sinnum í mánuði eru einnig ánægðari en áður 76% þessa hóps er jákvæður gagnvart göngugötum í ár miðað við 68% í fyrra. Þau sem sækja göngugötur heim sjaldnar en mánaðarlega eru síst jákvæð gagnvart göngugötum eða 42%. Milli ára dregur úr neikvæðni í öllum þremur hópum um fjögur til fimm prósentustig. Mikill munur er á milli hverfa borgarinnar hvað viðhorfið varðar. Íbúar í miðborginni og hverfanna næst henni eru jákvæðastir gagnvart göngugötum en jákvæðastir eru Vesturbæingar, eða 89%. Þegar kemur að Breiðholti, Árbæ, Grafarholti og Úlfarsárdal lækkar ánægjan en neikvæðastir eru íbúar Grafarvogs. Þar eru 26% með neikvætt viðhorf til göngugatna. Könnunin var lögð fyrir Reykvíkinga í Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá. Könnunin fór fram á netinu dagana 8. - 17. september 2020. Svarendur voru 884 talsins, 18 ára og eldri úr öllum hverfum Reykjavíkurborgar.
Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Sannfærð um að bíllinn myndi stoppa þangað til hún sá framan í ökumanninn Kona sem forðaði sér og tæplega þriggja ára syni sínum naumlega undan bíl sem ekið var á miklum hraða niður göngugötu á Laugavegi um helgina segir atvikið hafa verið erfiða lífsreynslu. 18. september 2020 07:00 Segja leigubílstjóra hafa sýnt frekar slæma hegðun í umferðinni Í tilkynningu segir að lögregluþjónar hafi horft á leigubílstjóra í eftirlitsmyndavélum og séð þá aka ítrekað eftir gangstéttum og göngugötum og þeir hafi sömuleiðis stöðvað á gatnamótum og truflað umferð. 4. október 2020 08:09 Aðeins þriðjungur velur bílinn Nýleg könnun Maskínu um ferðavenjur á höfuðborgarsvæðinu er um margt áhugaverð. Fjöldi þeirra sem aka til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu fækkar úr 71,7% á seinasta ári í 63,3% í ár. 17. september 2020 15:00 Bolli í 17 úthúðar borgarstjóra í tveggja síðna auglýsingu í Morgunblaðinu Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum hefur verið kenndur við verslunina 17, stendur að tveggja blaðsíðna auglýsingu í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. 17. september 2020 08:35 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Sannfærð um að bíllinn myndi stoppa þangað til hún sá framan í ökumanninn Kona sem forðaði sér og tæplega þriggja ára syni sínum naumlega undan bíl sem ekið var á miklum hraða niður göngugötu á Laugavegi um helgina segir atvikið hafa verið erfiða lífsreynslu. 18. september 2020 07:00
Segja leigubílstjóra hafa sýnt frekar slæma hegðun í umferðinni Í tilkynningu segir að lögregluþjónar hafi horft á leigubílstjóra í eftirlitsmyndavélum og séð þá aka ítrekað eftir gangstéttum og göngugötum og þeir hafi sömuleiðis stöðvað á gatnamótum og truflað umferð. 4. október 2020 08:09
Aðeins þriðjungur velur bílinn Nýleg könnun Maskínu um ferðavenjur á höfuðborgarsvæðinu er um margt áhugaverð. Fjöldi þeirra sem aka til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu fækkar úr 71,7% á seinasta ári í 63,3% í ár. 17. september 2020 15:00
Bolli í 17 úthúðar borgarstjóra í tveggja síðna auglýsingu í Morgunblaðinu Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum hefur verið kenndur við verslunina 17, stendur að tveggja blaðsíðna auglýsingu í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. 17. september 2020 08:35