Lífið

Magnús gerði þáttastjórnendur orðlausa: „Ég svaf hjá Claudiu Schiffer“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Magnús sagði skemmtilega sögu þegar hann svaf hliðiná Claudia Schiffer í flugvél.
Magnús sagði skemmtilega sögu þegar hann svaf hliðiná Claudia Schiffer í flugvél.

Athafnarmaðurinn Magnús Scheving var út úr kortinu gestur vikunnar í Brennslunni í síðustu viku.

Þar fór Magnús um víðan völl og fór hreinlega á kostum sem sögumaður. Magnús elskar andalæri en hatar ananas á pítsu, eins og margir.

Þegar Magnús var ungur maður ætlaði hann sér að verða arkitekt þegar hann yrði fullorðinn.

„Ég lærði húsasmíði til þess að læra að smíða hús til þess að verða arkitekt. Svo bara bara svo mikið atvinnuleysi hjá arkitektum á sínum tíma og ég ákvað að gera eitthvað annað og endaði sem íþróttaálfurinn.“

Magnús sér alfarið um þvottahúsið á heimilinu en hann segist ekki vera beint besti kokkur í heimi.

Claudia Schiffer á listasýningu í London í október 2019.Vísir/getty//Dave Benett

Hann segist hafa verið skotinn í ofurfyrirsætunni Claudiu Schiffer á sínum tíma og segir síðan skemmtilega sögu þegar þau voru við hliðin á hvort öðru í flugvél.

„Ég svaf hjá Claudiu Schiffer,“ sagði Magnús og þögn sló á þáttastjórnendur enda hélt Magnús algjörlega andliti. Svo bætti hann við:

„Við sváfum saman. Við vorum saman á Saga Class, ég í 2b og hún í 2c og við sváfum bæði. Ég steinsvaf alveg,“ sagði Magnús og hló.

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.