Lífið samstarf

Íslendingar æstir í kynlífstækjadagatöl fyrir jólin

Losti.is
Sjóðheit jóladagatöl rjúka út hjá Losta.
Sjóðheit jóladagatöl rjúka út hjá Losta.

Sterk hefð hefur verið fyrir súkkulaðidagatölum á heimilum landans á aðventunni en nú er komið dagatal sem á frekar heima inni í svefnherberginu. Kynlífstækjabúðin Losti býður upp á aðeins meira spennandi dagatöl fyrir fullorðna fólkið en í dagatalinu eru 24 kynlífsleikföng sem krydda vel upp á desembermánuð.

„Við vorum að setja í sölu dagatöl með 24 gluggum og hver gluggi býður upp á pakka með nýju kynlífsleikfangi. Íslendingar eru rosalega spenntir fyrir þessu. Það er alltaf spenna sem fylgir því að opna pakka og við erum einfaldlega að aðstoða fólk að gera kaldan og dimmandesembermánuð að heitasta mánuði ársins,“ segir Saga, starfsmaður hjá Losta.

Eitthvað spennó leynist inni í hverjum glugga dagatalsins.losti.is

„Íslendingar kaupa þetta til að krydda sambandið og koma makanum á óvart og svo opnar fólk einn pakka saman hvert kvöld þegar krakkarnir eru komnir í háttinn. Stress og kvíði er algengt á þessum tíma í kringum jólin og þessi dagatöl eru tilvalin til að hjálpa fólki að hafa eitthvað til að hlakka til. Svo benda rannsóknir til þess að kynlíf og fullnægingar hjálpi til við að vinna gegn stressi og kvíða svo það er bara frábært,“ segir Saga. Forsala er hafin og að sögn Sögu er greinilegt að fólk vill smá fjör á aðventunni.

„Við pöntuðum yfir tonn af kynlífsdagatölunum sem voru að byrja í forsölu hjá okkur á Losta.is og við þurfum hreinlega að kaupa inn meira til að svala þörfum spenntraÍslendinga en einnig eru Íslendingar erlendis að versla hjá okkur og fá sent til Evrópu. Við erum virkilega spennt og það er gaman að finna áhuga landans á jóladagatölunum okkar.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.