Sumarið 2020. Sumarið sem Íslendingar upp til hópa nýttu til að kynnast landinu sínu betur útaf svolitlu. Og fengu til þess meira næði en áður enda erlendir ferðamenn mun færri en undanfarin ár.
Vísir leitaði á náðir nokkra ferðalanga og ljósmyndara sem voru á ferðinni í sumar og mynduðu landið okkar frá ýmsum sjónarhornum. Þeir áttu það sameiginlegt að hafa birt sýnishorn af myndum sínum í Facebook-hópnum Landið mitt Ísland við góðar undirtektir.
Dýrin spila stóra rullu, fossarnir líka, ekki má gleyma jöklunum og hvað með sólsetrið? Já, Ísland er sannarlega gullkista ljósmyndarans eins og sjá má á myndunum hér að neðan.
Sumar myndirnar voru svo fallegar að þær fengu að vera með þótt tökudagur hefði verið í september. Nafn ljósmyndara má finna í horninu niðri hægra megin á hverri mynd.






































