Sveitarfélögin segja aðgerðir stjórnvalda ekki duga Heimir Már Pétursson skrifar 1. október 2020 22:01 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og svietarstjórnarráðherra á fjármálastefnu ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag. Vísir/Vilhelm Samband íslenskra sveitarfélaga segir að mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónufaraldursins á þau dugi ekki til. Sveitarstjórnarráðherra segir almennar aðgerðir stjórnvalda einnig koma sveitarfélögum til góða. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynnti sérstakar aðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónufaraldursins á fjárhag sveitarfélaganna upp á 4,8 milljarða á fjármálastefnu þeirra í dag. Sex hundruð og sjötíu milljónir fara til málefna fatlaðra, hálfur milljarður til sveitarfélaga í mestum vanda og 720 milljónir til að standa undir fjárhagsaðstoð við einstaklinga svo dæmi séu tekin. Aldís Hafsteinsdóttir formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir þessar aðgerðir ekki duga. „Þær eru auðvitað langt frá því að duga fyrir þeirri fjárvöntun sem sveitarfélögin standa frami fyrir. Við stöndum frami fyrir fimmtíu milljarða fjárvöntun í ár og á næsta ári,“ segir Aldís. Sigurður Ingi segir aðgerðir stjórnvalda byggja á nýrri greiningu starfshóps á stöðu sveitarfélaganna. Sameiginlegur vandi þeirra vegna kórónufaraldursins væri upp á um 33 milljarða. „Mín afstaða er sú að það hlýtur að vera leiðarljós hjá hinu opinbera að hjálpa hinum veiku í gegnum erfiðleikana. En ekki setja þá á gjörgæslu sem eru við góða heilsu,“ segir Sigurður Ingi. Stjórnvöld hafi hvatt þau sveitarfélög sem það gætu til aukinnar lántöku með sama hætti og ríkið fjármagnaði sínar aðgerðir. Þau fresti gjöldum, lækki þau eða fell niður og auki fjárfestingar og viðhaldsframkvæmdir. Þá komi hundruða milljarða samgönguframkvæmdir á næstu árum sveitarfélögunum til góða eins og allar þær aðgerðir sem gripið hafi verið til að undanförnu. „Hlutabótaleiðin og öflugt atvinnuleysistryggingakerfi hefur til dæmis án efa gert það að verkum að fallið í útsvarinu er minna en búast mátti við,“ sagði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á fjármálastefnu ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag. Sveitarstjórnarmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur mynda meirihluta og Björn verður sveitarstjóri Gauti Jóhannesson og Stefán Bogi Sveinsson, oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, undirrituðu í dag málefnasamning um myndun meirihluta í sveitarstjórn. 30. september 2020 18:43 Aðgerðir til stuðnings sveitarfélaga kynntar á næstu dögum Sveitarfélögin eru misjafnlega stödd vegna kórónufaraldursins. Sveitarstjórnarráðherra boðar aðgerðir á næstu dögum til að styðja þau ssem verst hafa orðið úti. 23. september 2020 19:21 Mikið tekjufall hjá Akureyrarbæ á þessu ári Það stefnir í allt að 3,5 milljarða halla á samstæðu Akureyrarbæjar og allt að 2,5 milljarða á A-hluta bæjarsjóðs á þessu ári. Bærinn getur illa sinnt öðrum en lögbundnum verkefnum. 23. september 2020 12:39 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga segir að mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónufaraldursins á þau dugi ekki til. Sveitarstjórnarráðherra segir almennar aðgerðir stjórnvalda einnig koma sveitarfélögum til góða. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynnti sérstakar aðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónufaraldursins á fjárhag sveitarfélaganna upp á 4,8 milljarða á fjármálastefnu þeirra í dag. Sex hundruð og sjötíu milljónir fara til málefna fatlaðra, hálfur milljarður til sveitarfélaga í mestum vanda og 720 milljónir til að standa undir fjárhagsaðstoð við einstaklinga svo dæmi séu tekin. Aldís Hafsteinsdóttir formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir þessar aðgerðir ekki duga. „Þær eru auðvitað langt frá því að duga fyrir þeirri fjárvöntun sem sveitarfélögin standa frami fyrir. Við stöndum frami fyrir fimmtíu milljarða fjárvöntun í ár og á næsta ári,“ segir Aldís. Sigurður Ingi segir aðgerðir stjórnvalda byggja á nýrri greiningu starfshóps á stöðu sveitarfélaganna. Sameiginlegur vandi þeirra vegna kórónufaraldursins væri upp á um 33 milljarða. „Mín afstaða er sú að það hlýtur að vera leiðarljós hjá hinu opinbera að hjálpa hinum veiku í gegnum erfiðleikana. En ekki setja þá á gjörgæslu sem eru við góða heilsu,“ segir Sigurður Ingi. Stjórnvöld hafi hvatt þau sveitarfélög sem það gætu til aukinnar lántöku með sama hætti og ríkið fjármagnaði sínar aðgerðir. Þau fresti gjöldum, lækki þau eða fell niður og auki fjárfestingar og viðhaldsframkvæmdir. Þá komi hundruða milljarða samgönguframkvæmdir á næstu árum sveitarfélögunum til góða eins og allar þær aðgerðir sem gripið hafi verið til að undanförnu. „Hlutabótaleiðin og öflugt atvinnuleysistryggingakerfi hefur til dæmis án efa gert það að verkum að fallið í útsvarinu er minna en búast mátti við,“ sagði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á fjármálastefnu ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag.
Sveitarstjórnarmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur mynda meirihluta og Björn verður sveitarstjóri Gauti Jóhannesson og Stefán Bogi Sveinsson, oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, undirrituðu í dag málefnasamning um myndun meirihluta í sveitarstjórn. 30. september 2020 18:43 Aðgerðir til stuðnings sveitarfélaga kynntar á næstu dögum Sveitarfélögin eru misjafnlega stödd vegna kórónufaraldursins. Sveitarstjórnarráðherra boðar aðgerðir á næstu dögum til að styðja þau ssem verst hafa orðið úti. 23. september 2020 19:21 Mikið tekjufall hjá Akureyrarbæ á þessu ári Það stefnir í allt að 3,5 milljarða halla á samstæðu Akureyrarbæjar og allt að 2,5 milljarða á A-hluta bæjarsjóðs á þessu ári. Bærinn getur illa sinnt öðrum en lögbundnum verkefnum. 23. september 2020 12:39 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur mynda meirihluta og Björn verður sveitarstjóri Gauti Jóhannesson og Stefán Bogi Sveinsson, oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, undirrituðu í dag málefnasamning um myndun meirihluta í sveitarstjórn. 30. september 2020 18:43
Aðgerðir til stuðnings sveitarfélaga kynntar á næstu dögum Sveitarfélögin eru misjafnlega stödd vegna kórónufaraldursins. Sveitarstjórnarráðherra boðar aðgerðir á næstu dögum til að styðja þau ssem verst hafa orðið úti. 23. september 2020 19:21
Mikið tekjufall hjá Akureyrarbæ á þessu ári Það stefnir í allt að 3,5 milljarða halla á samstæðu Akureyrarbæjar og allt að 2,5 milljarða á A-hluta bæjarsjóðs á þessu ári. Bærinn getur illa sinnt öðrum en lögbundnum verkefnum. 23. september 2020 12:39