„Fyrsta skrefið er að skipta um kúrs, snúa skútunni frá hægri“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2020 20:06 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. vísir/stefán Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að stíga ekki nógu fast til jarðar í aðgerðum gegn hlýnun jarðar, er hann tók til máls í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Hann vill að stefnan sem tekin verði af hálfu ríkisvaldsins verði tekin til vinstri, en ekki hægri. Í ræðu sinni sagði Logi að það væri ódýrt að heyra forsætisráðherra tala um græna byltingu á sama degi og lögð hafi verið fram fjárlög sem gefi engin fyrirheit um slíkt, að sögn Loga. Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. „Það er ekki græn bylting þegar Ísland setur veikari loftslagsmarkmið en Danmörk og Noregur. Það er ekki græn bylting þegar við losum meira og meira á vakt þessarar ríkisstjórnar á hverju ári. Og það er ekki græn bylting þegar ríkið ver minna en einu prósenti af vergri landsframleiðslu til loftslagsaðgerða,“ sagði Logi. Fjárfesta ætti myndarlega í hugviti, nýsköpun, þróun, umhverfisvænni atvinnustarfsemi og grænni matvælaframleiðslu; hraða ætti orkuskiptum og stórefla almenningssamgöngur. Fyrr í ræðunni sagði Logi að þær efnahagsþrengingar sem fylgt hafa kórónuveirufaraldrinum og viðbrögðin sem ríki heimsins hafi gripið til vegna þeirra hafi sýnt að mikilvægi ríkisvaldsins og sterkrar almannaþjónustu hafi aldrei verið augljósara. Fullyrðingar hægrimanna um að reglulítill markaður myndi leysa sjálfur úr vandamálum væru úr lausu lofti gripnar. „Við stöndum andspænis gríðarlega flóknum verkefnum sem verða ekki öll leyst á stuttum tíma. En fyrsta skrefið er að skipta um kúrs, snúa skútunni frá hægri og hrista af okkur gamaldags kreddur um það hvernig ríkisfjármál virka og hvernig verðmæti verða til.“ Alþingi Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að stíga ekki nógu fast til jarðar í aðgerðum gegn hlýnun jarðar, er hann tók til máls í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Hann vill að stefnan sem tekin verði af hálfu ríkisvaldsins verði tekin til vinstri, en ekki hægri. Í ræðu sinni sagði Logi að það væri ódýrt að heyra forsætisráðherra tala um græna byltingu á sama degi og lögð hafi verið fram fjárlög sem gefi engin fyrirheit um slíkt, að sögn Loga. Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. „Það er ekki græn bylting þegar Ísland setur veikari loftslagsmarkmið en Danmörk og Noregur. Það er ekki græn bylting þegar við losum meira og meira á vakt þessarar ríkisstjórnar á hverju ári. Og það er ekki græn bylting þegar ríkið ver minna en einu prósenti af vergri landsframleiðslu til loftslagsaðgerða,“ sagði Logi. Fjárfesta ætti myndarlega í hugviti, nýsköpun, þróun, umhverfisvænni atvinnustarfsemi og grænni matvælaframleiðslu; hraða ætti orkuskiptum og stórefla almenningssamgöngur. Fyrr í ræðunni sagði Logi að þær efnahagsþrengingar sem fylgt hafa kórónuveirufaraldrinum og viðbrögðin sem ríki heimsins hafi gripið til vegna þeirra hafi sýnt að mikilvægi ríkisvaldsins og sterkrar almannaþjónustu hafi aldrei verið augljósara. Fullyrðingar hægrimanna um að reglulítill markaður myndi leysa sjálfur úr vandamálum væru úr lausu lofti gripnar. „Við stöndum andspænis gríðarlega flóknum verkefnum sem verða ekki öll leyst á stuttum tíma. En fyrsta skrefið er að skipta um kúrs, snúa skútunni frá hægri og hrista af okkur gamaldags kreddur um það hvernig ríkisfjármál virka og hvernig verðmæti verða til.“
Alþingi Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira