Lífið

Idris Elba og Baltasar sagðir ætla að sameina krafta sína í ljónamynd

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Baltasar Kormákur og Idris Elba eru sagðir ætla að sameina krafta sína á ný.
Baltasar Kormákur og Idris Elba eru sagðir ætla að sameina krafta sína á ný. Vísir/Getty

Breski stórleikarinn og hjartaknúsarinn Idris Elba er sagður hafa tekið að sér aðalhlutverkið í nýrri Hollywood-mynd sem Baltasar Kormákur hyggst leikstýra. Ekkert varð af fyrirhuguðu samstarf þeirra í tengslum við aðra mynd sem Baltasar hugðist leikstýra.

Hollywood Reporter greinir frá fyrirhuguðu samstarfi þeirra félaga en myndin ber nafnið Beast. Er hún sögð vera í anda myndarinnar The Shallows þar sem þrautseigur hákarl eltist við persónu sem leikkonan Blake Lively lék. Í mynd þeirra Elba og Baltasars mun Elba hins vegar takast á við ljón, að því er fram kemur í frétt Hollywood Reporter.

Áður höfðu Elba og Baltasar haft hug á samstarfi í tengslum við myndina Deeper en Vísir greindi frá því síðasta sumar að Baltasar hefði sagt sig frá myndinni, meðal annars vegna ásakana í garð Max Landis, handritshöfundar myndarinnar en átta konur stigu fram og sökuðu hann um að hafa misnotað sig og beitt sig andlegu og líkamlegu ofbeldi.

Ekkert varð af framleiðslu myndarinnar eftir að ásakanirnar voru settar fram.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.