Innlent

Þverar Vestur­lands­veg eftir að hafa oltið

Atli Ísleifsson skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. SAH

Flutningabíll þverar nú Vesturlandsveg, norðan við Grundartanga en sunnan Akrafjallsvegar, eftir að hafa oltið í morgun.

Á vef Vegagerðarinnar segir að allri umferð um þjóðveg 1 sé því beint út fyrir Akrafjall um veg 51 meðan leyst verður úr málum með flutningabílinn.

Enn var lokað fyrir umferð klukkan 13:10.Vegagerðin

Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri á Akranesi, segir í samtali við Vísi að ekki hafi verið um árekstur að ræða. Sömuleiðis hafi ekki borist fréttir um slys á fólki.

Unnið er að hreinsun á staðnum, þar sem einhver olía á að hafa lekið úr bílnum.

Útkallið barst slökkviliði klukkan 10:32.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.