Austurstrætinu lokað fyrir tökur á Leynilöggunni Stefán Árni Pálsson skrifar 30. september 2020 12:30 Auðunn Blöndal, Björn Hlynur, Egill Einarsson og Steinunn fara með hlutverk í kvikmyndinni ásamt fjölmörgum öðrum þekktum Íslendingum. Árið 2011 tóku þeir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson þátt í Trailer-keppni í sjónvarpsþáttunum Auddi og Sveppi og gáfu í kjölfarið út stiklu úr kvikmynd sem þeir kölluðu Leynilöggan. Nú níu árum síðar eru tökur á kvikmyndinni í fullri lengd hafnar. Vefsíðan Kvikmyndir.is greindi fyrst frá. Auðunn Blöndal, Egill Einarsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson fara með hlutverk í kvikmyndinni en samkvæmt heimildum Vísis mun Steinunn fara með hlutverk lögreglustjóra og Björn Hlynur verður vondi kallinn. Hannes Þór Halldórsson mun leikstýra kvikmyndinni en hann gerði slíkt hið sama á sínum tíma þegar stiklan kom út. Þessi mynd náðist frá tökum kvikmyndarinnar á Laugardalsvelli þegar Ísland og Svíþjóð kepptu landsleik í knattspyrnu kvenna á dögunum. Þarna má sjá Steinunni Ólínu leikkonu og Hannes Þór Halldórsson leikstjóra. vísir/vilhelm Auðunn Blöndal mun fara með hlutverk lögreglumanns sem hefur nóg að gera að leysa glæpamál í höfuðborginni. Aftur á móti heldur karakterinn kynhneigð sinni leyndri. Í kvikmyndinni mun hann Bússi, leikinn af Auðunni, rannsaka undarlegt bankarán. Steinunn Ólína tekur sig vel út sem lögreglustjóri.Vísir/vilhelm Í gær fóru fram heljarinnar tökur við Landsbankann við Austurstræti og var þá götunni lokað. Þar mátti sjá Auðunn Blöndal og Steinunni Ólínu og nokkra sérsveitamenn í tökunum. Samkvæmt heimildum Vísis er stefnt að því að frumsýna kvikmyndina á næsta ári. Hér að neðan má sjá stikluna gömlu sem kvikmyndin er byggð á. Hér að neðan má sjá mynd sem Auðunn birti á Instagram-síðu sinni fyrir stuttu frá tökunum í Austurstrætinu View this post on Instagram It's on! Kv. Bússi #Leynilöggan A post shared by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) on Sep 30, 2020 at 5:19am PDT Bíó og sjónvarp Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Árið 2011 tóku þeir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson þátt í Trailer-keppni í sjónvarpsþáttunum Auddi og Sveppi og gáfu í kjölfarið út stiklu úr kvikmynd sem þeir kölluðu Leynilöggan. Nú níu árum síðar eru tökur á kvikmyndinni í fullri lengd hafnar. Vefsíðan Kvikmyndir.is greindi fyrst frá. Auðunn Blöndal, Egill Einarsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson fara með hlutverk í kvikmyndinni en samkvæmt heimildum Vísis mun Steinunn fara með hlutverk lögreglustjóra og Björn Hlynur verður vondi kallinn. Hannes Þór Halldórsson mun leikstýra kvikmyndinni en hann gerði slíkt hið sama á sínum tíma þegar stiklan kom út. Þessi mynd náðist frá tökum kvikmyndarinnar á Laugardalsvelli þegar Ísland og Svíþjóð kepptu landsleik í knattspyrnu kvenna á dögunum. Þarna má sjá Steinunni Ólínu leikkonu og Hannes Þór Halldórsson leikstjóra. vísir/vilhelm Auðunn Blöndal mun fara með hlutverk lögreglumanns sem hefur nóg að gera að leysa glæpamál í höfuðborginni. Aftur á móti heldur karakterinn kynhneigð sinni leyndri. Í kvikmyndinni mun hann Bússi, leikinn af Auðunni, rannsaka undarlegt bankarán. Steinunn Ólína tekur sig vel út sem lögreglustjóri.Vísir/vilhelm Í gær fóru fram heljarinnar tökur við Landsbankann við Austurstræti og var þá götunni lokað. Þar mátti sjá Auðunn Blöndal og Steinunni Ólínu og nokkra sérsveitamenn í tökunum. Samkvæmt heimildum Vísis er stefnt að því að frumsýna kvikmyndina á næsta ári. Hér að neðan má sjá stikluna gömlu sem kvikmyndin er byggð á. Hér að neðan má sjá mynd sem Auðunn birti á Instagram-síðu sinni fyrir stuttu frá tökunum í Austurstrætinu View this post on Instagram It's on! Kv. Bússi #Leynilöggan A post shared by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) on Sep 30, 2020 at 5:19am PDT
Bíó og sjónvarp Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira