„Með auknum ójöfnuði tapa allir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. september 2020 10:30 Helga Vala hefur ákveðið að bjóða sig fram í varaformann Samfylkingarinnar en hún settist niður með Frosta Logasyni og þau ræddu málin á dögunum. Helga Vala Helgadóttir tilkynnti á dögunum um framboð sitt til varaformanns Samfylkingarinnar. Hún hefur mikið talað fyrir því að vernda þurfi þolendur ofbeldis í réttarvörslukerfinu en skrifaði engu að síður yfirlýsingu í Morgunblaðið fyrir mann sem sakaður hafði verið um heimilisofbeldi árið 2015? Þá hafa margir spurt sig hvers vegna meistararitgerð hennar í lögfræði sem fjallaði um hvernig réttarvörslukerfið tekur ólíkt á konum en körlum er ekki lengur aðgengileg á vef Skemmunnar þar sem hún var áður opin til lestrar. Frosti Logason settist niður með Helgu Völu til að ræða þessi mál og framboð hennar til forystu í íslenskum stjórnmálum í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Logi Már Einarsson varð formaður samfylkingarinnar í júní 2016 þegar fylgi flokksins mældist í tæpum 8 prósentustigum en samkvæmt nýjustu mælingum MMR er flokkurinn nú með tæp 13% prósenta fylgi á landsvísu. Helga Vala segist þó sjá fyrir sér að fylgi flokksins ætti að geta farið upp í 20 prósentustig í næstu kosningum. Er mikil keppnismanneskja „Ég læt mig dreyma um að við náum allavega góðum þremur þingmönnum inn hér í kringum höfuðborgin og vonandi bara sem víðast. Núna erum við með einn í hverju kjördæmi, þannig að þetta er svolítið mikið stökk. Ég er keppnismanneskja og læt mig dreyma og ætla þangað,“ segir Helga Vala. Hún segir það vera algjört prinsipp hjá flokknum að auka jöfnuð i samfélaginu enda byggi Samfylkingin fyrst og fremst djúpi jafnaðarmannastefnu. Hún segir þar mikið verk vera óunnið því þrátt fyrir að tekjubilið hafi verið að jafnast hér á landi þá sé að hennar sögn of mikil misskipting sem komi til að mynda fram í of litlum eignajöfnuði. „Þú getur verið með ágætis tekjur en átt ekki þak yfir höfuðið og þarft að nota allar þínar tekjur í útgjöld vegna veikinda eða reksturs barnahóps og svo framvegis. Það eru til mjög margar aðferðir til þess að reyna að jafna þetta. Okkar verk á þingi sýna að við erum að leggja áherslu á þetta og reyna grípa þá sem þurfa á því að halda, og grípum þá minna sem þurfa ekkert á því að halda.“ Helga Vala segir Samfylkinguna vilja til dæmis stuðla að auknum jöfnuði í gegnum barnabótakerfið Þau vilji þannig gera barnabótakerfið að raunverulegum stuðningi við barnafólk sem þekkist alls staðar á Norðurlöndunum en hafi að sögn Helgu Völu verið veikt mjög mikið í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þá vilji flokkurinn einnig efla vaxtabótakerfið til þess að styðja hina efnaminni við það að eignast sitt eigið húsnæði. Þar ríkir meiri hagsæld En hvaðan á að taka peningana til þess að auka bætur fyrir hina og þessa? „Eigum við til dæmis að tala um auðlindirnar okkar eða jafnari skattdreifingu þannig að þeir efnameiri borgi meiri skatt,“ segir Helga og á þar við að þeir segi eigi meira borgi hlutfallslega meiri skatt til að jafna kjör fólks í landinu. „Við erum að búa hér til samfélag og með auknum ójöfnuði tapa allir. Þau samfélög þar sem er meiri jöfnuður þar ríkir meiri hagsæld.“ Evrópusambandið hefur verið eitt aðal málið í sjálfsmynd og stefnu Samfylkingarinnar frá upphafi en Helga Vala segir aðild að sambandinu ekki vera fyrsta málið á dagskrá flokksins í næstu kosningum. Þau vilji þó áfram líta til sambandsins til framtíðar og nefnir hún í því samhengi nauðsyn þess að þjóðin geti búið við traustan gjaldmiðil. Þjóðin yrði þó alltaf spurð áður en farið yrði í frekari aðildarviðræður. Helga segir flokkinn aftur á móti gera þá kröfu að nýja stjórnarskráin verði staðfest og farið verði eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem farið varð í árið 2012 þegar þjóðin samþykkti að tillögur stjórnlagaráðs yrðu grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Helga Vala segir það jafnvel geta orðið ófrávíkjanlega kröfu flokksins ef til mögulegra stjórnarviðræðna kæmi. Misskilin mannúð „Ef maður hefur fylgst með umræðunni undanfarin ár þá hefur afstaða samfélagsins breyst mjög mikið. Ég finn þetta bara í minni stétt, lögmannastéttinni, að þar hefur afstaðan breyst mjög mikið á undanförnum árum. Það er bara einn flokkur sem er algjörlega þver í þessu máli og er það ekkert skrýtið? Mig langar bara að gefa Sjálfstæðisflokknum frí. Það er bara tímabært að þeir fái pínulítið frí og fari að taka til í garðinum hjá sér.“ Í viðtalinu var Helga Vala spurð af hverju hún lét loka fyrir þá ritgerð á vefsíðu Skemmunnar sem talað er um hér að ofan. „Þetta var meistararitgerð sem ég gerði þegar ég kláraði lagadeildina og hún fjallaði um misskilda mannúð og fjallar um það hvernig kerfið tekur ólíkt á brotakonum og brotakörlum. Staðan er þessi þegar að konur lenda í fangelsi þá eru þær oft komnar á enn verri stað heldur en karlarnir þegar að þeir fara inn. Mér fannst þetta áhugavert að skoða. En þegar ákveðin hópur út í bæ og ákveðinn maður sem er í forsvari fyrir þann hóp var farinn að mæta með þessa ritgerð út í bæ, bæði fyrir fastanefndir alþingis og vísaði í hana í grein sem að viðkomandi aðili skrifaði og var algjörlega að bjaga niðurstöður rannsóknarinnar minnar sem ég setti mikla vinnu í. Hann notaði síðan niðurstöðukaflann algjörlega á skjön við það sem hann sagði.“ Ísland í dag Alþingi Samfylkingin Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir tilkynnti á dögunum um framboð sitt til varaformanns Samfylkingarinnar. Hún hefur mikið talað fyrir því að vernda þurfi þolendur ofbeldis í réttarvörslukerfinu en skrifaði engu að síður yfirlýsingu í Morgunblaðið fyrir mann sem sakaður hafði verið um heimilisofbeldi árið 2015? Þá hafa margir spurt sig hvers vegna meistararitgerð hennar í lögfræði sem fjallaði um hvernig réttarvörslukerfið tekur ólíkt á konum en körlum er ekki lengur aðgengileg á vef Skemmunnar þar sem hún var áður opin til lestrar. Frosti Logason settist niður með Helgu Völu til að ræða þessi mál og framboð hennar til forystu í íslenskum stjórnmálum í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Logi Már Einarsson varð formaður samfylkingarinnar í júní 2016 þegar fylgi flokksins mældist í tæpum 8 prósentustigum en samkvæmt nýjustu mælingum MMR er flokkurinn nú með tæp 13% prósenta fylgi á landsvísu. Helga Vala segist þó sjá fyrir sér að fylgi flokksins ætti að geta farið upp í 20 prósentustig í næstu kosningum. Er mikil keppnismanneskja „Ég læt mig dreyma um að við náum allavega góðum þremur þingmönnum inn hér í kringum höfuðborgin og vonandi bara sem víðast. Núna erum við með einn í hverju kjördæmi, þannig að þetta er svolítið mikið stökk. Ég er keppnismanneskja og læt mig dreyma og ætla þangað,“ segir Helga Vala. Hún segir það vera algjört prinsipp hjá flokknum að auka jöfnuð i samfélaginu enda byggi Samfylkingin fyrst og fremst djúpi jafnaðarmannastefnu. Hún segir þar mikið verk vera óunnið því þrátt fyrir að tekjubilið hafi verið að jafnast hér á landi þá sé að hennar sögn of mikil misskipting sem komi til að mynda fram í of litlum eignajöfnuði. „Þú getur verið með ágætis tekjur en átt ekki þak yfir höfuðið og þarft að nota allar þínar tekjur í útgjöld vegna veikinda eða reksturs barnahóps og svo framvegis. Það eru til mjög margar aðferðir til þess að reyna að jafna þetta. Okkar verk á þingi sýna að við erum að leggja áherslu á þetta og reyna grípa þá sem þurfa á því að halda, og grípum þá minna sem þurfa ekkert á því að halda.“ Helga Vala segir Samfylkinguna vilja til dæmis stuðla að auknum jöfnuði í gegnum barnabótakerfið Þau vilji þannig gera barnabótakerfið að raunverulegum stuðningi við barnafólk sem þekkist alls staðar á Norðurlöndunum en hafi að sögn Helgu Völu verið veikt mjög mikið í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þá vilji flokkurinn einnig efla vaxtabótakerfið til þess að styðja hina efnaminni við það að eignast sitt eigið húsnæði. Þar ríkir meiri hagsæld En hvaðan á að taka peningana til þess að auka bætur fyrir hina og þessa? „Eigum við til dæmis að tala um auðlindirnar okkar eða jafnari skattdreifingu þannig að þeir efnameiri borgi meiri skatt,“ segir Helga og á þar við að þeir segi eigi meira borgi hlutfallslega meiri skatt til að jafna kjör fólks í landinu. „Við erum að búa hér til samfélag og með auknum ójöfnuði tapa allir. Þau samfélög þar sem er meiri jöfnuður þar ríkir meiri hagsæld.“ Evrópusambandið hefur verið eitt aðal málið í sjálfsmynd og stefnu Samfylkingarinnar frá upphafi en Helga Vala segir aðild að sambandinu ekki vera fyrsta málið á dagskrá flokksins í næstu kosningum. Þau vilji þó áfram líta til sambandsins til framtíðar og nefnir hún í því samhengi nauðsyn þess að þjóðin geti búið við traustan gjaldmiðil. Þjóðin yrði þó alltaf spurð áður en farið yrði í frekari aðildarviðræður. Helga segir flokkinn aftur á móti gera þá kröfu að nýja stjórnarskráin verði staðfest og farið verði eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem farið varð í árið 2012 þegar þjóðin samþykkti að tillögur stjórnlagaráðs yrðu grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Helga Vala segir það jafnvel geta orðið ófrávíkjanlega kröfu flokksins ef til mögulegra stjórnarviðræðna kæmi. Misskilin mannúð „Ef maður hefur fylgst með umræðunni undanfarin ár þá hefur afstaða samfélagsins breyst mjög mikið. Ég finn þetta bara í minni stétt, lögmannastéttinni, að þar hefur afstaðan breyst mjög mikið á undanförnum árum. Það er bara einn flokkur sem er algjörlega þver í þessu máli og er það ekkert skrýtið? Mig langar bara að gefa Sjálfstæðisflokknum frí. Það er bara tímabært að þeir fái pínulítið frí og fari að taka til í garðinum hjá sér.“ Í viðtalinu var Helga Vala spurð af hverju hún lét loka fyrir þá ritgerð á vefsíðu Skemmunnar sem talað er um hér að ofan. „Þetta var meistararitgerð sem ég gerði þegar ég kláraði lagadeildina og hún fjallaði um misskilda mannúð og fjallar um það hvernig kerfið tekur ólíkt á brotakonum og brotakörlum. Staðan er þessi þegar að konur lenda í fangelsi þá eru þær oft komnar á enn verri stað heldur en karlarnir þegar að þeir fara inn. Mér fannst þetta áhugavert að skoða. En þegar ákveðin hópur út í bæ og ákveðinn maður sem er í forsvari fyrir þann hóp var farinn að mæta með þessa ritgerð út í bæ, bæði fyrir fastanefndir alþingis og vísaði í hana í grein sem að viðkomandi aðili skrifaði og var algjörlega að bjaga niðurstöður rannsóknarinnar minnar sem ég setti mikla vinnu í. Hann notaði síðan niðurstöðukaflann algjörlega á skjön við það sem hann sagði.“
Ísland í dag Alþingi Samfylkingin Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira